fimmtudagur, desember 01, 2005

Hamborg

Bus Eins og ég sagði áður þá fór ég í dagsferð til Hamborgar með skólanum síðastliðinn mánudag. Ferðin hófst með rútuferð kl. 7 um morgunin. Þegar við komum til Hamborgar þá var skítakuldi og það var byrjað á því að fara í siglingu um höfnina sem farið hundleiðinlegt. Eftir það fórum við og skoðuðum City Hallið hjá þeim sem var ágætt og byggingin var mjög falleg. Fórum svo og skoðuðum verk eftir einhvern listamann en þau litu út eins 3 ára krakki hefði teiknað þau. við fengum svo 3 tíma útaf fyrir okkur sem við máttum nota til að versla eða skoða jólamarkaðinn sem var mjög gamann. Maður komst hreinlega bara í jólafíling þarna labbandi um í skítakulda og hlustandi á jólalög.
Reindeer
Núna styttist í það að við komum heim um jólin aðeins 19 dagar en áður en það gerist þá á mín bara afmæli bráðum og verður haldið upp á það. Hjördís vinkona ætlar að kíkja á mig og svo ætlar Konni loksins að láta sjá sig sömu helgi. Hlakka til að sjá þau bæði.

Jæja ég ætla að hætta þessu rugli og fara knúsa kallinn þar sem hann var að koma heim.

Þar til næst
See ya

Engin ummæli: