

Jæja lífið gengur sinn vana gang hjá okkur skötuhjúunum. Við erum enn í sömu heimsálfunni enn bara sitthvoru landinu. Finnur er að vinna á fullu í DK og ég í UK. Er ekki máltæki sem segir fjarlægðin gerir fjöllin blá eða eitthvað svoleiðis hehehe.
Annars það helsta sem er að frétta af okkur að okkur var farið að leiðast svo tvö ein saman í Dk að við ákváðum að fjölga okkur. Þannig að í sumar bætist við lítill Finnur eða lítil Ása. Það verða settar inn bumbumyndir hérna til hliðar svo þið getið fylgst með.

Jæja ætla ekki að hafa þetta mikið lengra. Ég á von á tveimur skólabræðrum seinna í kvöld sem koma frá DK til að heimsækja okkur. Jeppe og Amer ákváðu að skella sér til UK og ætla að keyra frá London til okkar, sem verður skrautlegt en ég vona að þeir komist heilu höldnu hingað Norður.
Þar til næst
See ya