föstudagur, janúar 27, 2006
Update............
Jæja lífið gengur sinn vana gang hjá okkur skötuhjúunum. Við erum enn í sömu heimsálfunni enn bara sitthvoru landinu. Finnur er að vinna á fullu í DK og ég í UK. Er ekki máltæki sem segir fjarlægðin gerir fjöllin blá eða eitthvað svoleiðis hehehe.
Annars það helsta sem er að frétta af okkur að okkur var farið að leiðast svo tvö ein saman í Dk að við ákváðum að fjölga okkur. Þannig að í sumar bætist við lítill Finnur eða lítil Ása. Það verða settar inn bumbumyndir hérna til hliðar svo þið getið fylgst með.
Jæja ætla ekki að hafa þetta mikið lengra. Ég á von á tveimur skólabræðrum seinna í kvöld sem koma frá DK til að heimsækja okkur. Jeppe og Amer ákváðu að skella sér til UK og ætla að keyra frá London til okkar, sem verður skrautlegt en ég vona að þeir komist heilu höldnu hingað Norður.
Þar til næst
See ya
sunnudagur, janúar 22, 2006
Hello again..........
Þá er komið að vikulegri uppfærslu á lífi mínu eins og það stendur í dag.
Ég ætla að byrja á því að óska henni mömmu innilega til hamingju með afmælið. Knús og kossar frá Englandi.
Af mér er ósköp lítið að frétta. Ég er bara að vinna á daginn og er eins og er að byrja á verkefni í vinnunni sem fer frekar hægt af stað en það er allt að koma.
Fórum til Liverpool í gær sem var mjög gaman. Fórum og skoðuðum Bítlasafnið og fórum svo náttúrulega og kíktum á Liverpool(fótbolta) safnið. Sem strákunum hundleiddist á sem var frekar mikil kaldhæðni þar sem Ole vildi fara þangað en mér var alveg sama þar sem ég var búin að fara á það áður. Eftir Anfield fórum við svo í bæinn. Snorri vildi fara inn á næsta pöbb og horfa á restina á Everton-Arsenal sem by the way Arsenal tapaði. Þeir létu ekki sjá sig í 2 1/2 tíma og ég var ein röltandi milli búða hundleiddist og allt of heitt inn í þessum búðum að bíða eftir þeim þar sem þeir ætluðu að kíkja í nokkrar búðir áður en við færum heim. Sem þeir gerðu svo ekki og fengum við okkur því að borða og svo var farið með næstu lest heim. Thank God.
Ég er allavega búin að ákveða að ég ætla ekki með þeim að skoða fleiri borgir. Nenni því bara hreinlega ekki. Frekar verð ég eftir heima.
Jæja ætla að halda áfram að elda þennan helv.... kjúkling sem þeir keyptu og kunna ekki einu sinni að elda.
Þar til næst
See ya
Ég ætla að byrja á því að óska henni mömmu innilega til hamingju með afmælið. Knús og kossar frá Englandi.
Af mér er ósköp lítið að frétta. Ég er bara að vinna á daginn og er eins og er að byrja á verkefni í vinnunni sem fer frekar hægt af stað en það er allt að koma.
Fórum til Liverpool í gær sem var mjög gaman. Fórum og skoðuðum Bítlasafnið og fórum svo náttúrulega og kíktum á Liverpool(fótbolta) safnið. Sem strákunum hundleiddist á sem var frekar mikil kaldhæðni þar sem Ole vildi fara þangað en mér var alveg sama þar sem ég var búin að fara á það áður. Eftir Anfield fórum við svo í bæinn. Snorri vildi fara inn á næsta pöbb og horfa á restina á Everton-Arsenal sem by the way Arsenal tapaði. Þeir létu ekki sjá sig í 2 1/2 tíma og ég var ein röltandi milli búða hundleiddist og allt of heitt inn í þessum búðum að bíða eftir þeim þar sem þeir ætluðu að kíkja í nokkrar búðir áður en við færum heim. Sem þeir gerðu svo ekki og fengum við okkur því að borða og svo var farið með næstu lest heim. Thank God.
Ég er allavega búin að ákveða að ég ætla ekki með þeim að skoða fleiri borgir. Nenni því bara hreinlega ekki. Frekar verð ég eftir heima.
Jæja ætla að halda áfram að elda þennan helv.... kjúkling sem þeir keyptu og kunna ekki einu sinni að elda.
Þar til næst
See ya
sunnudagur, janúar 15, 2006
Well hello
Jæja eftir tveggja vikna jólafrí á Íslandi, sem var æðislegt og hitti maður langflesta sem maður ætlaði að hitta, og svo örstutt stopp í DK þá er maður komin til Englands. Eða nánar tiltekið til Poulton-le-Fylde í Lancashire (rétt hjá Blackpool).
Það er nú ekki mikið sem maður er búin að gera af sér eftir að maður kom. En á þriðjudaginn fór ég að sjá Wigan vs. Arsenal þar sem Wigan vann með einu marki. (Sorry Arsenal fan en þið hreinlega sökkuðu big time). En þetta var geggjað stuð.
Við erum annars búin að vera þvælast á milli staða og skoða sveitina og staðina sem við erum að fara vinna með. Og á föstudaginn fórum að við á ferðasýningu í Manchester sem var gaman þar sem við gátum líka aðeins skoðað okkar um borgina og verslað.
Á laugardaginn fluttum við endanlega í húsnæðið sem við verðum í næstu 2 1/2 mánuð og það er bara frekar kósý. Náttúrulega er ég með stærsta herbergið hehehe en við erum öll með sérherbergi. Og ég er búin að setja inn nokkrar myndir. Getið kíkt á það.
Annars hef ég það bara ósköp notalegt hérna þó maður hafi pínu heimþrá en þetta er fínt og verður ábyggilega fljótt að líða.
Jæja þar til næst
See ya
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)