sunnudagur, janúar 22, 2006

Hello again..........

Þá er komið að vikulegri uppfærslu á lífi mínu eins og það stendur í dag.
Happy Birthday
Ég ætla að byrja á því að óska henni mömmu innilega til hamingju með afmælið. Knús og kossar frá Englandi.

Af mér er ósköp lítið að frétta. Ég er bara að vinna á daginn og er eins og er að byrja á verkefni í vinnunni sem fer frekar hægt af stað en það er allt að koma.

Fórum til Liverpool í gær sem var mjög gaman. Fórum og skoðuðum Bítlasafnið og fórum svo náttúrulega og kíktum á Liverpool(fótbolta) safnið. Sem strákunum hundleiddist á sem var frekar mikil kaldhæðni þar sem Ole vildi fara þangað en mér var alveg sama þar sem ég var búin að fara á það áður. Eftir Anfield fórum við svo í bæinn. Snorri vildi fara inn á næsta pöbb og horfa á restina á Everton-Arsenal sem by the way Arsenal tapaði. Þeir létu ekki sjá sig í 2 1/2 tíma og ég var ein röltandi milli búða hundleiddist og allt of heitt inn í þessum búðum að bíða eftir þeim þar sem þeir ætluðu að kíkja í nokkrar búðir áður en við færum heim. Sem þeir gerðu svo ekki og fengum við okkur því að borða og svo var farið með næstu lest heim. Thank God.
Ég er allavega búin að ákveða að ég ætla ekki með þeim að skoða fleiri borgir. Nenni því bara hreinlega ekki. Frekar verð ég eftir heima.

Jæja ætla að halda áfram að elda þennan helv.... kjúkling sem þeir keyptu og kunna ekki einu sinni að elda. Perturbed

Þar til næst
See ya





6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Ása gaman að heyra af þér, hér, þar og allstaðar. Og hvernig var svo helv-- kjúllinn? Blessi þig (litla/stóra hetja) knús frá tengdó

Nafnlaus sagði...

úff mín bara í svona eðalskapi :)

Ása Vilborg sagði...

Heldur betur. Thurfti bara adeins ad pusta :)

Nafnlaus sagði...

knús knús knúúúúússs!! það er alveg greinilegt að þú þarft á STÓRU knúsi að halda! víst að Finnur þinn er ekki þarna til að knúsa þig í klessu! love you sweety pie!

Nafnlaus sagði...

Tíhí krúttið mitt, til hamingju með mömmu þína ljúfan.
ANnars skil ég ekkert í þér að vera á Anfield, elskan, skella sér á Old Trafford, taka mynd og senda mér hana svo....
annars fékk litli bumbulíusinn minn Liverpoolgalla í jólagjöf, hehehhe pabba hans til ómældrar gleði

Ása Vilborg sagði...

Mer list vel a thann sem gaf bumbulius Liverpool galla i jolagjof. Hefdi viljad sja svipinn a Bjossa hehehe.