sunnudagur, janúar 15, 2006

Well hello

English Flag
Jæja eftir tveggja vikna jólafrí á Íslandi, sem var æðislegt og hitti maður langflesta sem maður ætlaði að hitta, og svo örstutt stopp í DK þá er maður komin til Englands. Eða nánar tiltekið til Poulton-le-Fylde í Lancashire (rétt hjá Blackpool).

Það er nú ekki mikið sem maður er búin að gera af sér eftir að maður kom. En á þriðjudaginn fór ég að sjá Wigan vs. Arsenal þar sem Wigan vann með einu marki. (Sorry Arsenal fan en þið hreinlega sökkuðu big time). En þetta var geggjað stuð.
Soccer
Við erum annars búin að vera þvælast á milli staða og skoða sveitina og staðina sem við erum að fara vinna með. Og á föstudaginn fórum að við á ferðasýningu í Manchester sem var gaman þar sem við gátum líka aðeins skoðað okkar um borgina og verslað.

Á laugardaginn fluttum við endanlega í húsnæðið sem við verðum í næstu 2 1/2 mánuð og það er bara frekar kósý. Náttúrulega er ég með stærsta herbergið hehehe en við erum öll með sérherbergi. Og ég er búin að setja inn nokkrar myndir. Getið kíkt á það.

Annars hef ég það bara ósköp notalegt hérna þó maður hafi pínu heimþrá en þetta er fínt og verður ábyggilega fljótt að líða.

Jæja þar til næst
See ya

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ása komin í tengingu, fínt. Gott að þú ert sátt við „old fashion England“ Hafðu það gott. 2knús frá Gróu