mánudagur, febrúar 20, 2006

Home alone

Wakka Wakka
Þá er enn ein helgin búin og aðeins 31 dagur þar til maður fer heim. Ekki eins og maður sé að telja. Helgin var frekar róleg hjá mér þar sem Ole og Snorri fóru til London og ég varð eftir heima og þvílíkur lúxus að hafa húsið útaf fyrir sig. Helgin fór mest bara í sofa, borða og læra. Á sama tíma og ég var ein heima þá er Finnur að leika gestgjafann heima í DK því Toddi og Helga eru í heimsókn eins og er. Og á einni helgi þá keyrðu þau 2 til Þýskalands og einu sinni til Álaborgar. Dugnaður í liðinu.

Nú bolludagur er eftir viku. Er enn að reyna finna út hvernig ég get fengið almennilega bollu með sultu og rjóma. Og nei ég ætla ekki að baka þar sem ég nenni ekki að kaupa fullt af hráefni sem ég nota einu sinni og hendi svo þegar ég fer. Ég er að kíkja í búðirnar og bakaríin og athuga hvort þeir selji bollur helst ófylltar. Það kemur allt í ljós. Ef í harðbakkann fer þá læt ég senda mér vatnsdeigsbollur frá Íslandi og það verður bara að hafa það þó þær komi klesstar til mín hehehe.

Bumbubúinn hefur það fínt svo lengur sem hann fær sína næringu. Maginn stækkar bara hægt og rólega. Það er alveg ótrúlegt að maður er að verða hálfnaður með þetta. Vá hvað tíminn flýgur.

Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í bili
Þar til næst
See ya

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú hefur ekki mikla trú á póstinum ...hehe :)

Ása Vilborg sagði...

Hehehehe afhverju skildi thad vera ;)

Nafnlaus sagði...

Pósturinn og vatnsdeigsbollur ?? Nei held að þú ættir frekar að splæsa í einn hveitipoka, eggjabakka og salt !! Smá rjóma og flórsykur og kakó vola málið leyst..
Pósturinn klúðrar þessu BIGTIME skvís...hehe