
Þá er sumartíminn kominn hérna í DK svo við erum 2 tímum á undan ykkur heima á Íslandi. Get samt ekki sagt að veðrið sé eitthvað sumarlegt en vonandi kemur það sem fyrst.
En allavega er ég komin til DK aftur eftir allt of langa dvöl í UK sem var mjög gaman en það er ofsalega gott að vera komin hjem til Finns aftur. Ég er búin að hafa það mjög gott þessa fáu daga sem ég er búin að vera hérna í DK og borða mjög góðan mat þar á meðal Jensen Bofhouse nammi gott.
Fyrsti skóladagurinn var í dag og það var frekar erfitt að byrja aftur og rifja upp það sem við vorum að tala um í desember. Heilinn var ekki alveg að fúnkera svona fyrsta daginn.

Annars höfum við 3 það bara nokkuð gott. Erum að fara í sónar á morgun svo það verður voða gaman að sjá barnið aftur þar sem ég fór í sónar í UK en Finnur er að sjá það í fyrsta sinn. Vonandi verður það í fullu fjöru eins og venjulega og sparkar eitthvað svo Finnur sjái. Reyndar vill það ekki alveg leyfa pabba sínum að finna spörkin svo ég vona að það sé ekkert persónulegt

Og ég er búin að setja inn nýjar bumbumyndir þar sem okkur var farið að berast formlegar kvartanir og upphringingar.

Jæja þar til næst
See ya