sunnudagur, mars 12, 2006
It's snowing...............
Jæja hvað haldið þið. Þegar það eru aðeins 11 dagar þar til maður fer heim og maður vaknar í góðum fíling því það er sunnudagur og verður litið út um gluggann og það bara snjóar og litlir skaflar að myndast allstaðar. Bara gaman. Það er bara verst að ég er ekki með neinar snjóbuxur því ég væri meira til í að skella mér út og búa til eitt stykki snjókall svona í tilefni dagsins því það er alls ekki kalt, ekki nema +2°C.
En annars leit garðurinn okkar svona út áðan. En það fyndna við þetta allt saman að það hefur ekki snjóað hérna í mörg ár og mörg börnin hérna hafa aldrei séð snjó áður. Í útvarpinu segja þeir reglulega að fólk eigi að fara varlega og helst bara ekki fara út á bílnum.
Og ég og fleiri héldum að vorið værið komið hérna hjá okkur NW Englandi. Blómin voru byrjuð að blómstra og allur pakkinn. Ég er meira segja búin að sjá fyrstu vespuna í ár og það var ekki skemmtileg sjón þar sem ég var í eldhúsinu að ganga frá eftir mig og sá þessa HUGE lifandi vespu í vasknum. Ég bara fríkaði út og hef aldrei hlaupið eins hratt upp stigann hérna ólétt. Náttúrulega kallaði ég á strákana og Snorri kom að reddaði henni út. En ef einhverjum datt það það ekki í hug þá er mér meinilla við þessar skepnur (slæm lífsreynsla fyrir nokkrum árum)
Annars er ég bara búin að vera ein heima þessa helgina því strákarnir fóru til Preston að djamma með stelpu úr vinnunni og fengu að gista hjá einhverjum vinum hennar held ég. Þannig að þeir koma heim í dag ef þeir komast heim...hehehehe.
En eins og ég sagði þá eru bara 11 dagar þar til ég fer heim sem verður bara gaman. Og ég mun setja inn fleiri bumbumyndir eftir að ég kem heim. En já bumban stækkar og stækkar og barnið sparkar á fullu. Bara geggjað en svo lengur sem það heldur ekki að þvagblaðran mín sé boxpúði þá er ég sátt. Ég fer alveg nógu oft á WC fyrir. En ég fer í sónar hérna úti á miðvikudaginn og hlakka ég geggjað til að sjá hversu stórt barnið er, en svo förum við aftur í svona auka sónar eftir að ég kem heim og þá fær Finnur að koma með.
Jæja þar til næst
See ya
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gaman að frá fréttir af þér í Englandinu góða..og vó snjór og læti...Eins gott að vorið komi þegar þú mætir til Kolding eftir aðeins 11 daga...Júhú..Hlakka til að sjá þig skvíss...Og bumbussinn...
ha det super duper knússss Heiðan
knús frá mér til ykkar þ.e. þín og bumbubúans ekki vespunar
jesús er ekki bara mælt með að sanka að sér batteríum ,vatni og dósamat svona til öryggis ...múhahaha
Skrifa ummæli