miðvikudagur, mars 01, 2006

Skál í botn......

Chugger
Ég ætla að byrja á því að óska landsmönnum (Íslendingum) til hamingju með bjórdaginn. Ekki nema hvað 17 ár síðan bjórinn var leyfður á frónni. Og við höfum drukkið vel og mikið af honum allar göngur síðan sem er bara gott mál.

Annars hefur febrúar runnið sitt skeið. Bolludagur var á mánudaginn og sendi mamma mér svona pre-mix bolludeig og suðusúkkulaði en pósturinn týndi því, allavega hef ég ekki séð pakkann ennþá 8 dögum seinna. Þeir hafa örugglega haldið að deigið væri miltisbrandur og hirt súkkulaðið. Fuss og svei.
Febrúar endaði annars á sprengidegi og ég veit að mamma hefur ekki klikkað á bestu baunasúpu í heimi. Varð að láta mér nægja að hugsa um hana í stað þess að borða hana. Mamma þú eldar bara saltkjöt og baunir handa mér seinna Way To Go

Ég er búin að vera á fullu að vinna projectið fyrir skólann og er bara eiginlega búin. Er bara að fínpússa verkefnið. En ég óska samt eftir WORD snillingi því mig vantar smá aðstoð við layoutið.
En það styttist í að ég/við förum heim til DK ekki nema 22 dagar, en hey hver er að telja Burst Laughing

Þar til næst

See ya

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það eru ekki 27 ár síðan 1989???

Ása Vilborg sagði...

Sorry maður smá innsláttarvilla. Og hey það er bannað að vera anonymous koma undir nafni eða ertu feiminn ;)

Nafnlaus sagði...

Oj fúlt að póstberinn hafi stolið bollunum þínum... Ég yrði brjáluð...

kv. Laufey

Nafnlaus sagði...

ohhh ömurlegt með bollurar og súkkulaðið...strange people...oh hvað mig langaði mikið í bollur og saltkjét og baunir..lét mér nægja popp með miklu salti bara upp á feelinginn...að vera þyrstu og svona...mæli með því híhí

En gangi þér vel í England..sjáumst eftir 22 daga víhíí

knússs Heiðan í Kolding

Nafnlaus sagði...

Loksins kemst ég í að senda KNÚS og það er nokkuð stórt knús! Búin að lesa allt og skoða, er ánægð, hrifin og hlakka alvarlega til fyrir ykkar hönd og annara vandamanna. Það er alvöru mál að verða amma, undursamlegt.
Bestu kveðjur og gangi þer vel Ása mín.

Laufey sagði...

Vá nýtt lúkk... það er samt eitthvað hálf beyglað í tölvunni minni en samt flott :o)

Ása Vilborg sagði...

Ja eg akvad ad breyta adeins til. Var komin med leid a hinu :)

Nafnlaus sagði...

Hæ skvíss...gaman nýtt look..en hva ekkert að frétta?
Eigðu góða helgi :)

Knússss Heiðan