mánudagur, apríl 17, 2006
Fríið búið........................
Þá er páskafríið á enda og skólinn hefst á ný á morgun. Ég er búin að hafa það ofsalega gott í páskafríinu. Var reyndar ekki eins dugleg að lesa eins og ég ætlaði mér, en við fórum aftur á móti til Álaborgar og heimsóttum Laufey, Garðar og Önnu Valdísi. Við fórum með lestinni á fimmtudaginn og komum heim í gær. Við höfðum það mjög gott hjá þeim og var þetta helgi þar sem var borðaður var góður matur, slakað á, spilað og hlegið. Við þökkum Álaborgargenginu kærlega fyrir gestrisnina. Í gær opnaði ég páskaeggið mitt og eins og alltaf þá bragðast Nóa páskaegg alltaf gott.
Núna hefst geðveikin í skólanum á ný og henni mun ekki ljúka fyrr en 9 júní og þá með 6 tíma prófi. En fyrst verð ég að fá aðgöngumiða í það próf og hann fæ ég með því að fá jákvætt svar fyrir verkefnið sem ég vann í placementinu. En kennarinn mun ekki byrja fara yfir það fyrr en núna eftir páska og tekur sér 3-4 vikur í það. Finnst það full langur tími og fáum við það ekki til baka fyrr en í maí. Ef við föllum á verkefninu þá þurfum við að gera það aftur en maður bara vonar það besta.
Meðgangan gengur mjög vel og eru bara rétt rúmar 13 vikur eftir. Alveg ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið hratt. Við erum búin að festa kaup á Emmaljunga barnavagni með burðarrúmi og hægt er að breyta honum í kerru voða flottur en við fáum hann ekki fyrr en í maí/júní sem er í fínu lagi. Þá eigum við bara eftir að finna skiptiborð og svo náttlega allt litla dótið sem fylgir en það kemur fyrir rest.
Þar til næst
See ya
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gaman að heyra að allt gengur vel. Hvernig væri nú að setja inn nýjar bumbumyndir. Alltaf svo gaman að sjá hvað hún stækkar. Kveðjur frá klakanum.
Skrifa ummæli