sunnudagur, maí 28, 2006

Á lífi.............

Hi Ya
Já við erum á lífi. Maður hefur eiginlega ekki haft tíma til að blogga því það er svo brjálað að gera hjá manni. Það er búið að vera brjálað að gera hjá manni í skólanum og er enn. Það er aðeins ein vika eftir og svo er stóra lokaprófið eftir 11 daga og ég er ekki frá því að vera frekar stressuð. Ég er reyndar búin að vera í 4ja daga helgarfríi þar sem það var uppstigningardagur á fimmtudaginn og skólinn ákvað að gefa okkur bara frí líka á föstudaginn sem var ljúft.

Ég fór með Helle vinkonu minni í bíó á föstudaginn og hef ég ekki farið í bíó í ár og aldir. Við fórum að sjá Da vinci code sem var mjög góð. Bumbubúanu leið bara mjög vel á meðan en mér var frekar heitt þarna inni. Ég og Finnur skelltum okkur svo með nokkrum úr bekknum á Lucca í nokkra öllara og það var bara gaman. Gott að komast aðeins út. Ég dillaði bara bumbunni í takt við tónlistana og barnið hreyfði sig ekki, hefur greinilega fílað þetta.
Belly Dancer
Annars fór ég til Ljósunnar síðasta þriðjudag og það lítur allt mjög vel út. Barnið snýr ennþá þannig að höfuðið er upp við rifbeinin. sem er í lagi so far. Ég vona bara að það fari að snúa sér því hún sagði að ef það er ekki búið að snúa sér í viku 37 þá þarf ég að reyna snúa því. Ekki veit ég hvernig en það kemur í ljós.

Jæja ég ætla hætta þessu bulli og fá mér djöflatertu með bananakremi sem ég bakaði í gær og kannski ís og jarðaber, nammi gott.
Chompy
Þar til næst
See ya

sunnudagur, maí 14, 2006

Mæðradagurinn

Mother's Day Flowers
Í dag 14 maí er mæðradagurinn svo í tilefni þess viljum við óska mæðrum okkar innilega til hamingju með daginn.

Við skelltum okkur í heimsókn til Hjördísar og Mikkels í Árósum og var Hjördís búin að vippa upp þessum dýrindis hádegismat og var vel borðað af honum. Þau fóru svo með okkur í göngutúr um downtown Árósa og var margt um manninn þar enda þvílík blíða í gær. Við enduðum svo daginn á að fara í IKEA og versla pínu sem var bara gaman.

Í gær sigruðu Liverpool West Ham United í mögnuðum úrslitaleik í FA CUP og endaði hann í vítaspyrnukeppni. Ég var alveg pottþétt á að hann yrði of spennandi fyrir minn smekk og ákvað ég því ekki að horfa á hann. Miðað við fyrri reynslu af úrslitaleik eins og AC Milan vs Liverpool í fyrra. Þar sem það yrði örugglega ekki gott fyrir taugarnar og blóðþrýstinginn minn hehehe.
Svo ég óska öllum Liverpool mönnum til hamingju með sigurinn í gær.

Well þar til næst
See ya

miðvikudagur, maí 10, 2006

Sól, sól og aftur sól


Mostly Sunny
Sólarblíðan heldur áfram þessa dagana og virðist ekki ætla láta sig hverfa fyrr enn í næstu viku. Ég væri þó alveg sátt við að hafa hana ekki hérna hjá okkur þessa dagana þar sem ég er á fullu að undirbúa mig fyrir æfingarprófið sem er á morgun og það er mjög freistandi bara að skella sér út í veðurblíðuna.

Maður nær nú ekki að slaka mikið á þessa dagana þar sem í næstu viku er 4 verkefni sem þarf að skila + lesa heima og undirbúa sig fyrir stóra 6 tíma prófið 8 júní. Úff maður verður bara þreyttur við tilhugsunina.

Annars er ósköp lítið að frétta af okkur skötuhjúunum. Finnur er að vinna á fullu og nýta þeir tækifærið meðan veðrið er svona gott og vinna lengur á daginn og svo er ég bara að læra og reyna að láta karate kid ekki trufla mig of mikið með öllum sínum spörkum.

Í dag á þessi unga dama afmæli. Hún Evíta María litla systir hans Finns er 7 ára í dag. Vá hvað tíminn flýgur hratt. En annars er hún að koma í heimsókn til okkar í júní ásamt mömmu sinni og pabba. Og okkur hlakkar ekkert smá til að sjá hana aftur, enda eru liðnir 5 mánuðir síðan síðast.

Elsku Evíta María innilega til hamingju með 7 ára afmælið. Vonum að dagurinn verði frábær.
Birthday Song
Jæja ætla segja þetta gott í dag og halda áfram að læra.


Þar til næst
See ya

fimmtudagur, maí 04, 2006

Sumarblíða

Sunny
Þá held ég barasta að sumarið sé komið hérna hjá okkur í Kolding. Það er búin að vera þessi þvílíka veðurblíða í gær og í dag og er spáð áframhaldandi blíðu og yfir 15°C næstu daga. En það er náttúrulega bara típískt að hún komi þegar það er mest að gera hjá manni í skólanum og prófin að fara byrja.

En ég tók þessa mynd af trjánum hérna fyrir utan gluggann hjá okkur því það blómstrar allt saman núna.

Annars styttist í það að skólinn klárast og það er brjálað að gera í skólanum. Lokaprófið er 8 júní svo við erum á fullu að undirbúa okkur fyrir það. Við erum ekki enn búin að fá "aðgangsmiðann" okkar í lokaprófið en vonandi fer kennarinn að skila okkur verkefninu fljótlega.

Meðgangan gengur vel og í dag eru aðeins 11 vikur eftir(vonandi). Alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. En við erum dugleg á meðan að byrja kaupa dót og föt fyrir barnið svona hægt og rólega. Sem er bara gaman hehehe.

Annars á lítil skvísa 1 árs afmæli í dag og heitir hún Anna Valdís og á heima í Álaborg. Svo við óskum henni innilega til hamingju með daginn í dag. En á morgun á önnur skvísa afmæli. Það er hún Katla litla frænka mín og verður hún 1 árs á morgun, svo til hamingju með afmælið á morgun.

Jæja við höfum ekki mikið meira að segja í bili.

Þar til næst

See ya