sunnudagur, maí 28, 2006
Á lífi.............
Já við erum á lífi. Maður hefur eiginlega ekki haft tíma til að blogga því það er svo brjálað að gera hjá manni. Það er búið að vera brjálað að gera hjá manni í skólanum og er enn. Það er aðeins ein vika eftir og svo er stóra lokaprófið eftir 11 daga og ég er ekki frá því að vera frekar stressuð. Ég er reyndar búin að vera í 4ja daga helgarfríi þar sem það var uppstigningardagur á fimmtudaginn og skólinn ákvað að gefa okkur bara frí líka á föstudaginn sem var ljúft.
Ég fór með Helle vinkonu minni í bíó á föstudaginn og hef ég ekki farið í bíó í ár og aldir. Við fórum að sjá Da vinci code sem var mjög góð. Bumbubúanu leið bara mjög vel á meðan en mér var frekar heitt þarna inni. Ég og Finnur skelltum okkur svo með nokkrum úr bekknum á Lucca í nokkra öllara og það var bara gaman. Gott að komast aðeins út. Ég dillaði bara bumbunni í takt við tónlistana og barnið hreyfði sig ekki, hefur greinilega fílað þetta.
Annars fór ég til Ljósunnar síðasta þriðjudag og það lítur allt mjög vel út. Barnið snýr ennþá þannig að höfuðið er upp við rifbeinin. sem er í lagi so far. Ég vona bara að það fari að snúa sér því hún sagði að ef það er ekki búið að snúa sér í viku 37 þá þarf ég að reyna snúa því. Ekki veit ég hvernig en það kemur í ljós.
Jæja ég ætla hætta þessu bulli og fá mér djöflatertu með bananakremi sem ég bakaði í gær og kannski ís og jarðaber, nammi gott.
Þar til næst
See ya
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hæ elskan gott að heyra að þér, bumbubúa og finni líði vel ;)
Interesting website with a lot of resources and detailed explanations.
»
Skrifa ummæli