Þá held ég barasta að sumarið sé komið hérna hjá okkur í Kolding. Það er búin að vera þessi þvílíka veðurblíða í gær og í dag og er spáð áframhaldandi blíðu og yfir 15°C næstu daga. En það er náttúrulega bara típískt að hún komi þegar það er mest að gera hjá manni í skólanum og prófin að fara byrja.
En ég tók þessa mynd af trjánum hérna fyrir utan gluggann hjá okkur því það blómstrar allt saman núna.
Annars styttist í það að skólinn klárast og það er brjálað að gera í skólanum. Lokaprófið er 8 júní svo við erum á fullu að undirbúa okkur fyrir það. Við erum ekki enn búin að fá "aðgangsmiðann" okkar í lokaprófið en vonandi fer kennarinn að skila okkur verkefninu fljótlega.
Meðgangan gengur vel og í dag eru aðeins 11 vikur eftir(vonandi). Alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. En við erum dugleg á meðan að byrja kaupa dót og föt fyrir barnið svona hægt og rólega. Sem er bara gaman hehehe.
Annars á lítil skvísa 1 árs afmæli í dag og heitir hún Anna Valdís og á heima í Álaborg. Svo við óskum henni innilega til hamingju með daginn í dag. En á morgun á önnur skvísa afmæli. Það er hún Katla litla frænka mín og verður hún 1 árs á morgun, svo til hamingju með afmælið á morgun.
Jæja við höfum ekki mikið meira að segja í bili.
Þar til næst
2 ummæli:
Takk fyrir kveðjuna. kv. aðstoðarmaður Möggu Fel bakarameistara
Your are Nice. And so is your site! Maybe you need some more pictures. Will return in the near future.
»
Skrifa ummæli