þriðjudagur, júní 13, 2006

Sumarfrí...........

School's Out
Þá er mín bara komin í sumarfrí eftir erfiðar síðustu vikur í skólanum. Stóra prófið er búið og ég get nú ekki sagt að mér hafi gengið neitt súper vel og voru allir á sama máli. Þetta var mega erfitt próf. En ég fæ að vita hvort ég þurfi að taka prófið aftur eftir 30 júní svo nú er bara að bíða og sjá.
Sweaty
En sumarfríið mitt byrjar vel. Búin að vera sól og allt að 30°C á hverjum degi núna. En það er ekkert grín að vera gengin 35 vikur í þessum hita. Gjörsamlega ólíft bæði úti og inni. Við erum með eina viftu inn í stofu sem er í gangi allan daginn og ég er búin að fá leyfi til að kaupa aðra viftu til að hafa inn í svefniherbergi því það dugar ekki einu sinni að hafa gluggann opinn. Ég verð að fá að sofa eitthvað áður en krílið kemur. Annars gengur meðgangan bara nokkuð vel. Ég er að fara skoða fæðingardeildina á morgun og svo fer til læknis á fimmtudaginn í rútín tjékk svo eins og er þá er allt í góðu. Krílið hreyfir sig mjög mikið enda minnkar plássið sem það hefur og maginn gegnur bara í bylgjum magnað. Ég vona bara að það fari að snúa sér rétt nenni ekki að fara vinna í því sjálf að snúa því, veit reyndar ekkert hvernig það er gert svo það kemur í ljós.

Núna bíðum við bara eftir að fólkið frá Íslandi komi hingað í stríðum straumi. Stína amma og Ragnheiður frænka hans Finns eru að koma hingað á næstu dögum og ætlum við að reyna hitta á þær. Óli tengdó og Unnur og Evíta eru að koma eftir eina og hálfa viku með Norrænu og verða hérna í 3 vikur eða svo. Hlakka geggjað til að sjá þau og þau munu líka koma með barnarúmið sem Ásdís ætlar að lána okkur svo það verður bara gaman, því þá get ég farið að gera allt reddí.
Svo ætlum við að skella okkur til Stokkhólms að hitta Kalla frænda og alla strákana nema Janna sem verður í Finnlandi. Svo það verður stuð því ég hef aldrei farið til Svíþjóðar.
Eftir það fer bara að styttast í krílið og að mamma og pabbi komi í heimsókn. Svo það verður fjör hjá mér í sumar.

Jæja ég ætla að koma mér út í sólina og leggjast í sólbað
Þar til næst Tanny
See ya

Engin ummæli: