sunnudagur, júní 04, 2006
Hvítasunnuhelgi
Þá er hvítasunna gengin í garð, eða eins og Daninn segir Pinsedag, og aðeins 4 dagar í stóra prófið mitt. Ég er sem sagt komin í upplestrarfrí og reyni að vera duglega að fara yfir gamalt efni. Krílið er ekki að auðvelda mér þetta og leyfir mér ekki að sofa. Ég vaknaði klukkan 4 í morgun með klikkaði samdrætti sem hættu ekki fyrr enn í kringum 10 leytið. En maður reynir hvað maður getur. Maður hugsar bara um það að ég er að komast í sumarfrí og get farið að slaka á allavega þar til barnið fæðist. Finnur verður náttlega að vinna alla daga svo ég verð að finna mér eitthvað að gera á daginn. Vonandi verður geggjað veður í sumar þá get ég bara setið úti og notið sólarinnar.
Guðni félagi kom annars í stutta heimsókn á fimmtudaginn og fór í gær. Það var frábært að fá hann í heimsókn enda kom hann náttlega ekki tómhentur til okkar þar sem mamma hafði sent lifrapylsu og sparikaffi með honum nammi namm. Annars held ég að hann hafi bara skemmt sér þokkalega hérna, allavega tóku þeir vel á því á föstudagskvöldið hehe.
Jæja þar til næst
See ya
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
I'm impressed with your site, very nice graphics!
»
Skrifa ummæli