Jæja maður er nú frekar blogglatur þessa dagana svo maður verður að fara gera eitthvað í þessu. Það gerist lítið hjá mér og Finni en alltaf eitthvað nýtt hjá Ingu Rós. Það er alltaf svo gaman hjá henni og um daginn þá hló hún í fyrsta sinni og ég veit ekki hvort hún eða við skemmtum okkur meira yfir þessu en þetta var frekar fyndið.
Við skelltum okkur annars til Köben um helgina. Fórum á föstudaginn eldsnemma um morguninn með lestinni. Það var bara fínt því Inga Rós svaf alla leiðina. Þegar við komum til Köben þá fórum við upp á hótel og skiluðum töskunni og fórum eftir það að hitta á Guðna og Laugu en þau voru í Köben um helgina.
Á föstudaginn var hífandi rok og manni leið eiginlega eins og heima á Íslandi. Við drógum þau með okkur til Kristjaníu í sendiráðið því við þurftum að sækja um vegabréf fyrir Ingu Rós.
Í sendiráðinu hittum við Svavar Gestsson sendiherra sem kom og spjallaði við okkur almúgann hress gaur þarna á ferð.
Við röltum svo Strikið og enduðum svo á Jensens ásamt Konna. Eftir mat var rölt aftur á Strikið og drukkinn bjór og Mojito. Mikið gaman mikið gott.
Laugardagurinn fór í Fields og verslað aðeins. Alltof stórt moll og alltof mikið af fólki. En við komumst í gegnum þetta heil á húfi. Við komumst svo að því að Danir eru ekki mikið fyrir það að hafa reyklaus svæði á veitingastöðum svo við áttum í erfiðleikum að finna stað til að borða á um kvöldið án þess að kafna úr reyk. En við enduðum svo á einum geggjuðum Mexíkóskum/Ítölskum stað og sátum við úti með 2 hitara og flísteppa og hlustuðum á rigninguna. Geggjað kósý.
Á sunnudeginum fór Finnur upp á flugvöll til að ná í Gróu en ég fór með Guðna og Laugu upp í Fisketorvet í leiðangur eftir krítarskoti. Því miður fannst það ekki en Lauga ég mun athuga það næstu helgi þegar við förum til Germany :)
Ég, Finnur og Inga Rós fórum svo með Gróu í brunch og hittum þar Mumma og Árnýju svona áður en við tókum lestina svo heim.
Við viljum þakka fjölskyldunni í Álfheimunum, Stínu ömmu, Snorra og genginu og Guðrúnu og Smára fyrir gjafirnar. Inga Rós verður vel sett fyrir kalda daga í Danmörku.
Og já meðan ég man þá vil ég minna fólk á að nú erum við aðeins einum tíma á undan ykkur núna.
Og ég er líka búin að henda inn nýjum myndum og nýju videoi svona ef þið viljið kíkja.
Jæja held að þetta sé komið nóg í bili.
Þar til næst
See ya.
mánudagur, október 30, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Það hefur ekki verið íslensk dama sem þjónaði til borðs á þessum mexíkóska/ítalska stað?
Nei það var hún ekki en hún var allavega ekki dönsk þar sem hún talaði bara ensku við okkur :)
Hehehe... þetta hefur pottþétt verið íslensk stelpa sem ég þekki þarna. :P
Skrifa ummæli