fimmtudagur, desember 14, 2006

Ísland here we come...........

Jæja þá er komin 14 desember og næsta stopp Ísland á morgun. Ótrúlegt að það er liðið ár síðan við vorum þar síðast. Tíminn líður hratt í Gleðibankanum, allavega var það sungið hér árum áður.

Já eins og ég sagði erum við að koma heim á morgun. Við ætlum að reyna vera ekki á eins miklu flakki og síðast þar sem við erum með Ingu Rós núna og við ætlum að reyna rugla ekki svefnrútínunni hennar og ég veit ekki hvernig bílamálin verða hjá okkur. Svo gott fólk ef þið viljið hitta okkur þá eru þið velkomin í heimsókn. Við munum búa upp í Mosó hjá mömmu og pabba og við verðum með gömlu símanúmerin okkar. Ása 895-0912 og Finnur 898-0768.


Ég veit ekki hversu mikið verður bloggað um jólin svo við viljum því bara segja:

Megið þið eiga Gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár.

Þar til næst
See ya

laugardagur, desember 09, 2006

Ég á afmæli í dag.......

Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég á afmæli í daaaaag, ég á afmæli í dag.

Ég er alltof gömul í dag, ég er alltof gömul í dag, ég er alltof gömul í daaaaaaag, ég er alltof gömul í dag.

Jæja þá líður óðum í þrítugsaafmælið. Allavega yngist maður ekki hehehe.

Þar til næst
See ya

föstudagur, desember 08, 2006

Til hamingju með afmælið

Elskan mín á afmæli í dag. Svo við óskum honum innilega til hamingju með daginn. Ætlum við bara að eiga kósý dag saman fjölskyldan.


Við vorum reyndar með julefrokost í gærkveldi sem geggjað gaman og mikið borðað og mikið drukkið. Getið kíkt á myndir frá því hérna.
Annars á ég afmæli á morgun og gerum við örugglega eitthvað sniðugt þá.

Þar til næst

See ya

fimmtudagur, desember 07, 2006

Til hamingju með afmælið


Við viljum óska Guðna innilega til hamingju með 27 ára afmælið í dag.
Guðni við fögnum afmælum okkar fljótlega eftir að við komum heim :)

Bestu kveðjur
Lille fam í DK

mánudagur, desember 04, 2006

Í fréttum er þetta helst..........

Í dag 4 desember þá á ein lítil blómarós afmæli. Hún er orðin 4ja mánaða gömul. Ég segi bara váááá hvað tíminn flýgur. Áður en maður veit af þá verða þau komin í skóla, fermd og flutt að heiman. En þangað til ætlum við að njóta þess að hún er svona lítil ennþá.

Og í tilefni þess að Inga Rós er orðin 4ja mánaða gömul þá ákvað mamma hennar að fagna því með að taka munnlegt próf sem hún stóðst með prýði. Fékk eina 8 fyrir það og er bara nokkuð stolt af því. Þá er bara að bíða eftir einkunninni úr skriflega prófinu en hún kemur rétt fyrir jólin.

Jæja ætla að hætta þessu bulli og fara slappa af í dag svona áður en ég byrja á næsta verkefni.

Þar til næst
See ya

föstudagur, desember 01, 2006

1 des........

Jæja þá er 1. des runninn upp og aðeins 14 dagar í heimferð. Hlakka ekkert smá til að koma heim og hitt alla. Annars fékk ég svona nett sjokk um daginn. Áttaði mig á því að það er komið ár síðan ég komst að því að ég væri ólétt. Og árið 2006 að renna sitt skeið. Hvað er maður svo búinn að afreka þetta árið.
  • Nú ég byrjaði árið að skella mér í 3 mánuði til UK að vinna og skildi Finn eftir í DK.
  • Kláraði fyrsta árið mitt í IBA í sumar.
  • 4. ágúst eignuðumst við litla blómarós
  • tók lokaprófið mitt í IBA 6 dögum eftir fæðingu(keisara) og náði
  • er að klára 3 önnina mína ásamt því að hafa verið heima og hugsa um Ingu Rós
  • erum búin að segja upp íbúðinni okkar og munum flytja í hús eftir áramót
Ég er allavega voða stolt af sjálfri mér. Ég var í lokaprófinu mínu í gær og hreinlega bara ekki viss um hvernig mér gekk. En ef ég á að velja á milli vel eða illa þá vel ég illa. Ef ég fell þá tek ég það bara aftur 8 jan.
Á mánudaginn er ég að fara í munlegt próf úr Pilgrim verkefninu sem ég gerði um daginn. Og til að toppa það þá er ég fyrst. Ég þarf að tala í 5 mín. svo svara spurningum frá kennurum í 20 mín og svo fara 5 mín. í að ákveða hvernig mér gekk í því. Svo wish me luck

Jæja er að spá í að fara hætta þess. Kannski reyna koma þessum tveimur karlmönnum á fætur. Þ.e.a.s. Finni og Baldri. Já Baldur er ennþá hjá okkur. Hann breytti ferðinni sinni á síðustu stundu og fer heim á morgun. Við ætlum kannski að skella okkur til Århus á eftir svo það verður bara gaman.


Lítil blómarós er farin að kalla á mömmu sína, og finnur er að vakna líka svo það er besta að fara sinna þeim. :)

Þar til næst
See ya