Jæja þá er þetta loksins búið. Eftir 28 daga mun ég útskrifast frá IBA með diplómagráðu í Market Economist. Vá hvað ég er fegin að þetta er búið. Sem sagt ég fór í lokaprófið mitt í gær sem var munnleg vörn á ritgerðinni minni. Ég nokkuð sátt við einkuninna en ennþá ánægðari með hvað þeir sögðu um fyrirlesturinn og vörnina sjálfa. Þeir sögðu and I quote: You put up an hell of a fight. Allavega ætla ég mér að taka þessu sem hrósi.
Svo er bara spurning hvað maður gerir í haust en það eru 2 valmöguleikar í gangi hjá mér svo það kemur allt í ljós. Annars ætla ég bara að njóta sumarfrísins og leika gestgjafa í sumar.
Litla dýrið er alltaf jafn yndisleg. Hún er farin að labba aðeins þegar maður heldur í hendurnar á henni og svo er hún alltaf að reyna standa sjálf án þess að halda í borðið eða sófann. Hún bara stendur upp og svo sleppir hún takinu. En hún dettur bara á bossann sem er vel varinn.
Heyrðu já við erum komin með "gæludýr" eða á maður kannski að segja nýjan leigjanda. Við erum með skúr hérna úti sem er opinn og við geymum eldivið og verkfæri þar og einnig Ingu Rós þegar hún sefur úti í vagninum. Við sáum um daginn broddgölt á röltinu í garðinum okkur og í gær þá fann Finnur híbýli hans undir eldiviðnum. Getið séð hérna á myndinni til vinstri þar sem Finnur er að benda á hann. En við bjóðum hann bara velkominn í fjölskylduna hann heitir eins og er bara Hr. Broddgöltur en við erum opin fyrir öðrum uppástungum.
Annars eru bara 5 dagar þar til Evíta kemur til okkar og við erum ekkert orðin neitt smá spennt yfir því. Búið er að plana hvað á að gera eins og Legoland, ströndina og margt fleira. Þið sem ætlið að koma í heimsókn í sumar ef þið viljið fara í Legoland þá erum við alveg til í það. Efast um að Evítu leiðist það að fara oftar en einu sinni. :)
Jæja ætla fara hætta þessu bulli og fara fá mér morgunmat.
Þar til næst
See ya
fimmtudagur, maí 31, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
„Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir“ það veit Patti broddgöltur og er búin að finna sér fjölskyldu!
en stækkar bara.. ég segi Hr Broddi eða göltur
Til hamingju með að vera búin í skólanum... öfund...
Fer í Legoland þann 14.júní... ef ykkur langar að hitta mig og Önnu Valdísi... hehehe... þar sem þið eruð nú með frípassa og alles :)
Ansans við verðum akkúrat með gesti 14 júní, veit ekki hvort þau vilja fara í Legoland. Annars vorum við að plana að fara 17 júní.
Ek legg hjer með til að göltur brodds nefnist Ronnie eftir manninum er kenndur er við broddgelti, Ron Jeremy! :p
Svo droppum vér Mummmundur við í heimsókn von bráðar. Skál fyrir því.
Jæja - við reynum nú samt að kíkja til ykkar í sumar... kannski bara í dagsferð þegar þið haldið upp á afmælið hennar lillu snúllu.
Ég og Anna Valdís vorum að teikna blóm um daginn á blað og ég sagði henni að eitt blómið héti Rós... og þá sagði hún strax... ha... Inga Rós... Bara dúllulegt :)
Laufey: algjör dúlla hún dóttir þín. Og já það væri alveg geggjað ef þið kæmust í afmælið hennar :)
Skrifa ummæli