Maður er nú voðalega latur eitthvað við að skrifa hérna inn. Enda er það ósköp skiljanlegt þar sem það er alltof gott veður hérna í baunalandinu. Jú jú hitinn er búin að vera yfir 25°C og í gær fór hann upp í 33°C þar sem við vorum á ströndinni.
Jæja heimilisfólið á þessum bæ er búið að vera frekar busy síðustu daga. Óli afi og Evíta María komu síðasta miðvikudag og hafði Unnur amma sent ýmislegt góðgæti með að ósk heimilisfólksins og þökkum við henni fyrir það. Tíminn var nýttur vel hérna á meðan Óli afi var hérna eins og kíkja í búðir, rölta um bæinn og borða góðan mat. Takk fyrir heimsóknina. Evíta María varð svo eftir þar sem hún ætlar að eyða sumrinu sínu hérna hjá okkur. Við byrjuðum á að fara til Rømø með hana sem er eyja við vesturströnd Danmerkur og getur maður keyrt þangað og svo parkerar maður bílnum bara á ströndinni eins nálægt sjónum og maður vill. Við skemmtum okkur öll mjög vel þarna en ég og Finnur lentum í því að brenna aðeins, Finnur þó meira en ég, greyið hann. Þetta var bara fyrsti dagurinn af vonandi fleirum sem notaðir verða til að fara á ströndina.
Á morgun koma Ásta, Óskar og Ágúst Páll í heimsókn en þau munu koma með ferjunni frá Osló og keyra þau frá höfninn fyrir norðan og hingað til okkar. Þau ætla að stoppa fram á laugardag og munu Hjördís og Mikel einnig kíkja við þannig að við verðum loksins 3 vinkonurnar saman, en það gerðist síðast held ég 2005 þegar Hjördís og Mikel komu til Íslands. En það verður vonandi bara gaman.
Og svo á sunnudaginn þá verður stefnan tekin á Legoland með Evítu og ég efast ekki að hún eigi eftir að skemmta sér þá.
Jæja ætla fara hætta þessu rauli því litla dýrið er farið að lykta illa.
Þar til næst
See ya
mánudagur, júní 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli