miðvikudagur, júlí 11, 2007

Allt á fullu......

Úff ég afsaka bara þetta bloggleysi. Maður er bara búin að vera busy og svo þegar man að það sé komin tími til að blogga þá fer að maður að gera eitthvað annað svo bloggið gleymist.
Jæja hvað get ég sagt. Nú við erum búin að vera í gestapásu frá því að Konni fór 1 júlí en á morgun koma svo Ásdís og strákarnir og okkur hlakkar ekkert smá til að fá þau í heimsókn. Það verður gert eitt og annað á meðan dvöl þeirra stendur.

Síðustu helgi skellti ég mér á Bryan Adams tónleika með stelpunum. Þetta voru útitónleikar og það var búið að rigna meira og minna allann daginn en svo stytti upp eftir kl 19 og kvöldsólin mætti á svæðið og veðrið var geggjað. Frábærir tónleikar í geggjuðu veðri. Ég bjóst nú ekkert við miklu en við skemmtum okkur alveg konunglega. Laugardagurinn fór nú mestu í afslöppun hjá okkur öllum en svo á sunnudag skelltum við okkur í Legoland. Þar var farið í fleiri tæki en síðast og Evíta komst í rússibana sem hún komst ekki síðast og skemmti sér konunglega. Næsta Legoland ferð verður farin á mánudag með Ásdísi, strákunum og Írisi Sól (sem kemur hérna frá pabba sínum á sunnudag) og svo verður fjórða Legoland fer farin 19 júlí með Baldri og co. Gaman gaman.

En þið sem hafið ekki frétt það en þá erum við að koma á klakann 25 júlí. Þetta verður ekki langt stopp en við förum til baka 4 ágúst. Við þurfum að tæma geymsluna okkar í Hraunbænum og afhenda íbúðina þar sem við erum búin að selja. Við verðum upp í Mosó svo ef þið viljið hitta okkur þá vitið hvert þið getið komið þar sem við verðum ekki með bíl. Sömu símanúmer verða í gildi svo endilega verðið í bandi.

Inga Rós er komin á fullt skrið með að labba. Ég taldi nú 28 skref hjá henni í gær en hún labbar annars alveg ein frá herbergi til herbergis. Þeim frænkum kemur rosalega vel saman. Sú litla dýrkar stóru frænku sína og Evíta er mjög dugleg að leika við hana og hjálpa okkur að passa hana. Ég veit bara ekki hvað Inga Rós gerir þegar Evíta fer aftur heim.

Jæja ætla fara láta þetta gott heita og koma litla dýrina út í vagn að lúlla.
P.S. er að henda inn nýjum myndum hjá Ingu Rós.

Þar til næst
See ya

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

dííí hvað ert þú eiginlega búin að fara oft í legoland ... finnst ég vera búin að lesa það frekar oft hjá þér hehe

Ása Vilborg sagði...

Bara 3 núna er að fara í fjórða sinn á fimmtudaginn. Hva vilt þú fara í Legoland ;)

Nafnlaus sagði...

hahaha já mar vill fá the full tour :D

Sigga Lindbergsdóttir sagði...

Hæ Ása
Gaman að hitta loksins á þig þarna í Kolding. Ég hef nú verið að líta í kringum mig í hvert sinn sem ég er þarna, "sem er ekki sjaldan".
Ég hringi þegar Valdís mætir á svæðið :)
kveðja Sigga