Yes þá er ég loksins útskrifuð úr IBA og komin með þennan fína titil Market Economist. Athöfnin fór fram í riddarasalnum upp í Kolding húsið og var þetta voða formlegt og fínt. Svo eftir athöfnina þá var skálað með samnemendum og fjölskyldum þeirra. Mér leið ekkert smá vel að fá skírteinið í hendurnar vitandi að þessum áfanga er lokið. Það var svo haldin hérna smá veisla enda kom hele famelíann alla leið frá Íslandi. Ekki nóg með að mamma, pabbi, Danni og Tinna kærasta hans komu heldur mætti Konni kallinn á svæðið líka. Það var tekið því aðeins á því hérna fimmtudagskvöldið enda þurftum við að sýna Danna og Tinnu næturlífið hérna. Þau héldu svo heim á leið í gær og mamma og pabbi fóru svo til Köben í dag og ætla þau að vera þar eina nótt.
Famelían fékk nú ekki það besta veður á meðan þau voru hérna. Það er búið að rigna alla daga hérna nema á útskriftardaginn þá hélst hann þurr en hann blés nú aðeins svo það var aðeins of kalt til að sitja úti og borða. Veðrið má nú alveg fara að lagast. Maður er nú komin með nettann leiða á þessari rigningu. Ég vil fara fá svona 1 til 2 þurra daga og það skemmir nú ekki ef gula kvikindið láti sjá sig líka Svo maður geti nú farið að fara í Legoland án þess að drukkna.
Annars er nú helst í fréttum að Inga Rós er búin að taka fyrstu skrefin og fleiri til. Hún tók fyrstu 2 skrefin föstudaginn fyrir viku síðan og svo á fimmtudaginn tók hún 16 skref. Ekkert smá gaman hjá henni.
Ég er að vinna í því að henda inn nýjustu myndunum inn á síðuna hennar Ingu Rósar og þið getið séð myndir frá útskriftinni og partýinu hérna.
Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.
Þar til næst
See ya
laugardagur, júní 30, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Innilega til hamingju með útskriftina Ása!! Flottur titill sem þú ert búin að næla þér í..
tikk takk tikk takk .... 33 dagar þangað til ég kem ... færð útskriftar koss og knús þá ... til hamingju skvísa ;)
Til hamingju aftur skvís og gangi þér vel í haust í áframhaldandi námi....
Hilsen úr sólinni ( hún er amk ennþá hér ) var búin að fá nóg af rigningu í DK !
Til hamingju með útskriftina sæta mín, ohh hvað ég er farin að sakna þín mikið, allt of langt síðan ég sá þig (og ykkur). Er ekki komið eitthvað plan með klakaheimsókn?
Kossar og risa knúúúúúús
Jú jú skvís við erum að koma á klakann 25 júlí og stoppum í 9 daga. Verðum að reyna hittast :)
Skrifa ummæli