þriðjudagur, janúar 01, 2008

Jól og áramót

Jæja verður maður ekki að skrifa nokkrar línur um hátíðarnar, þar sem það er nú komið nýtt ár.
Jólin voru frábær í alla staði. Tengdó komu á Þorláksmessukvöld svo það var kátt á hjalla hér um jólin. Þvílíkt og annað eins pakkaflóð undir trénu hef ég bara ekki séð síðan ég var barn. Inga Rós var mjög hrifin af jólatrénu og pökkunum undir því, en það tók dágóðan tíma fyrir hana að opna alla þessa pakka. Hún fékk meðal annars fullt af fötum, DVD myndir, 100 íslensk barnalög og nóg af dóti. Við skötuhjúin fengum DVD myndir, ipod (ég), fm transmitter, heyrnartól, höggborvél, peysur, kaffibolla, pening sem við notuðum til að kaupa fínni glös sem við erum að safna, eyrnalokka, viskípela og æðislega mynd með handarförum Ingu Rósar sem gerð var hjá dagmömmunni.

Ég eldaði dýrindis máltíð með aðstoð Unnar á aðfangadagskvöld þar á meðal rjúpu og sósu með henni. Og heppnaðist hún mjög vel ef ég á að segja eins og er.
Það hefur ekki verið gert mikið hérna nema borða vel og slappa af. Skruppum jú reyndar til Flensborgar 3ja í jólum með tengdó og Evítu sem var mjög fínt. Það var tekið smá forskot á útsölurnar í Þýskalandi en ekki svo mikið. Við erum annars búin að rölta mikið hérna um með tengdó og sýna þeim bæinn og búðirnar.

Gamlárskvöld rann svo upp með dýrindisveislu hérna. Við vorum 9 manns í mat og var boðið upp á 3ja rétta máltíð. Í forrétt fengum við pönnusteiktar rækjur kryddaðar með hvítlaukskryddi, í aðlrétt var boðið upp á kalkún (sem ég by the way eldaði í fyrsta sinn og heppnaðist mjög vel, allavega voru allir sáttir), svo kom að eftirréttinum sem var heimalagaður tobleronís ásamt ísköku frá local búðinni. Það var tekið létt á því í drykkju fram að miðnætti en þá var farið út að skjóta upp. Ég get alveg sagt það að Danir eru ekki minni menn en Íslendingar í að skjóta upp, enda var veðrið líka alveg geggjað.

Ekki skemmdi veðrið á nýársdag en þegar við vöknuðum þá snjóaði dálítið. Ekki slæmt, en því miður þá hvarf hann mjög fljótt.

Tengdó fara svo á fimmtudaginn og ég er svo að fara í fyrsta prófið mitt á föstudaginn, pínu strempinn vika en þetta hefst vonandi.

Jæja ætla láta þetta gott heita í bili. En ég get kannski sagt ykkur það að á meðan við fögnuðum miðnætti hérna úti í götu þá fór Finnur niður á annað hnéð og bað mín. Og já ég sagði já :)

Þar til næst
See ya

P.S er að vinna í því að setja inn myndir.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt nýtt ár öll sömul og til lukku með að Finnur hafi loksins dottið niður á hnén ;O) Var hálka um áramótin ?? Mhúhahahha hahahah hahahahha ahhahahahha
Frábært bara og gangi þér/ykkur vel á þessu nýja og góða ári.
Gangi þér sérstaklega vel í prófunum sem eru framundan hjá þér.

Kveðjur heim..
Harpa Hall

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla:) og til hamingju með trúlofunina jíbbí æðislega gaman :)Hafið það sem allra best Knússs og kram Heiða

Nafnlaus sagði...

GEÐVEIKT - TILHAMINGJU - Á að gift sig í DK?

Já og gleðilegt nýtt ár. heheh

Ása Vilborg sagði...

Nei stefnum á brúðkaup á klakanum :)

Björg sagði...

Gleðilegt ár litla famelía og takk fyrir þau gömlu!!

Innilega til hamingju með bónorðið...spennó, spennó :O)

Kveðjur frá Ottosgötunni,
Björg og co.

Nafnlaus sagði...

gleðilegt nýtt ár alle tre...
stuð hilsen frá köben
mummi

Nafnlaus sagði...

Nei andskotinn, er þá öll von úti... Finnur ekki lengur á markaðnum!

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ..hvernig gekk í prófunum ?
Já ég er sest á skólabekk, rosalega gaman og Gunnar er með mér á þessu námskeiði. Skondið ;O)
En áhugavert námskeið og á örugglega eftir að skilja betur allt það sem maður lærði í IBA ;O)

Hilsen...

P.s verst er að ég þarf stundum að biðja kennarann um að þýða af íslensku yfir á ensku til að skilja orðin !! Íslensku viðskiptaorðin eru alveg út úr KÚ !! hahahha

Kv:Harpa Hall