Jæja ætli það sé ekki best að henda inn nokkrum línum hérna þar sem það er aðeins mánuður síðan síðasta blogg var sett inn.
Allavega ég er búin með öll próf og búin að fá 3 einkunnir en vantar ennþá þá síðustu og so far so good.
Annars er lítið að frétta af okkur. Það var fastelavnsdagur hjá Ingu Rós á fimmtudaginn og fór hún uppklædd sem lítið ljón algjört krútt. Henni fannst þetta voða gaman og ætli maður klæði hana ekki aftur í ljónabúninginn á morgun því þá er fastelavnsdagur og ég ætla að vera með bollukaffi hérna og einnig ganga mörg börn í hús og syngja fyrir nammi, bollu eða eitthvað sem maður á. Fastelavnsdagur er eins og blandaður bollu - og öskudagur hjá okkur.
Við vorum með svaka matarveislu hérna í gær og vorum við 11 manns í mat hérna. Hjördís og Mikkel komu frá Århus og var ekkert smá gaman að sjá þau aftur. Hér var borðað og drukkið vel og allir skemmtu sér konunglega. Við spiluðum Sing Star og Buzz langt fram eftir nóttu sem var bara gaman.
Æi ég er eitthvað svo andlaus að ég veit hreinlega ekki hvað ég á að skrifa um.
Þar til næst
See ya
laugardagur, febrúar 02, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli