sunnudagur, mars 16, 2008

Ísland here we come

Já við erum á leið til Íslands á morgun. Hlakka bara til að hitta alla og náttlega borða páskaegg um páskana. Við höfum í mörgu að snúast á meðan við stoppum heima. Við ætlum að kíkja á sali fyrir brúðkaupið og fleira. Við munum náttlega reyna hitta sem flesta en þar sem stoppið er stutt og við erum ekki með neinn bíl svo ég veit ekki hvernig þetta fer. En þeir sem vilja hitta mig og Ingu Rós en geta það ekki um páskana geta hitt okkur í sumar því við ætlum að koma til Íslands í c.a. 2 mánuði.
Ég er komin með vinnu í sumar en enga barnapíu, en ég er að leita. Svo ef að þið vitið um einhverja góða barnapíu sem hefur áhuga að passa hressa stelpu í sumar, þá má endilega hafa samband við mig.

Jæja ætla láta þetta gott heita. Ég ætla slappa aðeins af áður en ég skríð í bólið. Það er langur dagur á morgun.
Ó já við verðum með gömlu íslensku númerin okkur ef þið viljið ná í okkur.

Þar til næst
See ya

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðiðlega páska og hafið það súpergott á Íslandinu góða!!!

kv. Laufey og co.