Jæja ég ákvað nú bara að henda inn nokkrum línum bara svona til að leyfa ykkur að fylgjast með. Nú eru aðeins 17 dagar þangað til að við kíkjum við á klakann og ég hlakka ekkert smá til að hitta alla. Alltof langt síðan síðast. En svo stærstu fréttirnar eru þær að þetta verður ekki eina Íslandsferðin okkar. Ég er mjög líklega komin með vinnu í sumar svo að ég og Inga Rós munum eyða sumrinu heima. Svo ef að þið vitið um einhvern sem vill passa hressa litla stelpu endilega hafa samband. Finnur verður hérna heima í DK að vinna en hann mun kíkja í ágúst heim því okkur er boðið í brúðkaup hjá Finni Yngva og Siggu og notum náttlega tækifærið og höldum upp á afmælið hennar Ingu Rósar á meðan Finnur verður á klakanum.
Svo viljum við líka nota tækifærið að óska Arnbjörgu og Víking innilega til hamingju með litlu prinsessuna sem kom í heiminn 16 febrúar s.l. Hérna er mynd af litla englinum. (Sorry Arnbjörg fékk hana lánaða).
Jæja ætla hætta þessu bulli, því ég hef ekkert meir að segja og ætla bara sækja litlu prinsessuna mína.
Þar til næst
See ya
föstudagur, febrúar 29, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli