Jæja kannski komin tími til að henda inn nokkrum línum hérna. Ég er búin að vera afskaplega löt við að blogga. Er alltaf á leiðinni sjáið til.
En annars er allt gott að frétta af okkur. Við erum búin að vera njóta veðurblíðunnar sem hefur verið hér síðustu daga. Bara búið að vera geggjað veður og erum við búin að vera dugleg að vera út í garði að taka til eða bara hafa það notalegt.
Inga Rós fékk um daginn afmælisgjöf frá okkur sem var rennibraut, sandkassi og lítið leikhús úr plasti sem hún gjörsamlega elskar. Finnst ekkert smá gaman að vera út í garði og dunda sér. Hún er orðin svo stór að maður getur verið að dunda í eldhúsinu á meðan hún er út í garði að leika sér.
Próflesturinn er skollinn á svo maður er að reyna vera duglegur að lesa. Reyndar erfitt að lesa og horfa á blíðuna úti, svo ég sit bara úti að lesa. Um að gera að nýta hvern sólargeisla sem maður fær áður en við förum heim til Íslands. Bara því ég reikna ekki með góðu veðri heima þar sem ég er að koma svo þið verðið að hafa allan varann á. Ég spái rok og rigningu múhahahaha.
Nú er bara 1 1/2 mánuður þangað til að við komum til Íslands og ég er farin að hlakka aðeins til. Aðallega til að hitta alla og eyða lengri tíma með fólki. Maður reynir kannski að fara í eina útilegu í sumar sem væri mjög gaman enda orðið allt of langt síðan ég fór síðast.
Nú man ég bara ekki hvað ég ætlaði að segja meira svo ég læt þetta gott heita.
Þar til næst
See ya
fimmtudagur, maí 15, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli