mánudagur, maí 26, 2008

Eurovision partý

Sælt veri fólkið. Eins og titillinn á blogginu gefur til kynna þá verður talað um eurovision hér á bæ. En við héldum annars geggjað grillpartý hérna á laugardaginn og var virkilega góð mæting. Mummi mætti á svæðið frá Köben á föstudagskvöldið og eyddi helginni hérna hjá okkur. Takk fyrir innlitið Mummi minn það var virkilega gaman að sjá þig. Sunna og Hvati, Solla og Einar, Helle, Lene, AG og Eiríkur létu öll sjá sig. Það mættu allir upp úr kl 17 og var þá kjötinu skellt á grillið og grillaði Finnur ofan í liðið. Eftir geggjaða máltíð var haldið áfram að sötra og farið út og spilað kubb og badminton þangað til að Eurovision byrjaði.
Inga Rós skemmti sér konunglega enda fékk hún nóg af fólki til að stússast í kringm sig. Það skemmtu sér allir vel yfir Eurovision og skipti ekki máli hvaða þjóðerni maður var. Inga Rós chillaði og horfði á lögin og dansaði með sumum. Við kusum náttlega Ísland en því miður var önnur lönd ekki sammála okkur um gæði íslenska né danska lagsins. En við lentum í 14 sæti og fyrir ofan Svíþjóð sem var spáð mjög ofarlega.

Eftir Eurovision var farið aftur út og spilað meira kubb og var mikið hlegið og reynt að trufla andstæðinginn. Einar stóð sig best í að reyna trufla okkur stelpurnar en hann fór líka alveg með strákana hehehehe. Við skemmtum okkur stórkostlega og var mikið hlegið þetta kvöld að mig hreinlega verkjaði í magann. Takk öllsömul fyrir frábært kvöld.

Ég er búin að henda inn myndum frá kvöldinu inn á facebook svo þið getið kíkt á þær þar.

Jæja ég hef ekkert fleira að segja frá í bili svo ég læt þetta gott heita.

Þar til næst
See ya

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það hefur greinilega verið jafn mikið stuð hjá ykkur eins og hjá okkur :D flottar myndir Ása.

Knús á hele familien frá okkur hérna heima á klakanum :)