Jæja þá eru þessi blessuðu próf búin. Mér gekk ekki eins vel og ég vonaði. Ég féll í organisation svo ég þarf að taka endurtökupróf 5 ágúst. Ég skýst í smá helgarheimsókn til Finns og tek prófið, næ því og fer aftur til Íslands. En ég náði svo EDB í dag sem ég er ekkert smá ánægð með. Sérstaklega tilhugsunin um að þurfa aldrei að taka það fag aftur. Ég á svo eftir að fá einkunnina fyrir marketing verkefnið okkar og vona að það komi fínt út úr því. En það kemur í ljós.
Ég ætla fagna þessum próflökum með góðum mat og bjór. Við erum búin að bjóða nágrönnum okkar úr nr. 7 og 9 í mat og fótbolta í kvöld svo það verður bara kósý.
Annars erum við mæðgurnar bara að detta til Íslands. Við eigum skv. áætlun að fara í loftið kl. 21.30 annað kvöld en það á eftir að koma í ljós hvort að það stendur. Sérstaklega útaf verkfalli flugumferðastjóra.
Ég verð ekki í bænum um helgina því ég fer upp í Kjós á laugardaginn og svo byrjar bara harkan 6 á mánudagsmorgun (vinnan). En annars verð ég svona næstum því free as a bird. Ég verð með gamla númerið mitt ef þið viljið heilsa upp á mig. Látið mig bara vita ef ykkur vantar númerið.
Jæja ætla klára að undirbúa fyrir kvöldið. Ætlum að grilla Jensen's spare ribs naaaaaaaaammmm. Og svo kaldur Corona á kantinum.
Þar til næst
See ya
fimmtudagur, júní 26, 2008
mánudagur, júní 09, 2008
Ó já sumarið er komið
Fyrirgefið mér hvað ég ef verið löt við að skrifa. Er búin að vera á fullu að klára eitt verkefni og byrja á öðru og klára það. Nóg að gera hjá mér. Tók mér reyndar frí eitt laugardagskvöld og skrapp til Odense að sjá Bryan Adams yet again og það var bara gaman. Skildi kall og barn eftir heima og skrapp með stelpunum í geggjuðu veðrið.
Já sumarið er komið hérna í Danmörku. Búið að vera alveg frábært veður hérna út enda hefur hitinni ekki farið niður fyrir 20°C á daginn. Hér eru allir gluggar opnir allann sólarhringinn bara til að fá kannski smá ferskt loft inn.
Skelltum okkur á ströndina í gær. Inga Rós skemmti sér konunglega í sjónum. Buslaði, sullaði, synti og hló inn á milli. Við skötuhjúin urðum pínu crispy við þessa strandferð en það breytist vonandi bara í brúnku fljótlega.
Það er víst eitthvað að spá rigningu næstu daga sem er bara allt í lagi svona gróðursins vegna. En við bíðum og sjáum til hvernig sú veðurspá fer. Hún nefnilega breytist frekar oft.
Ég er í próflestri núna, en ég á eftir 2 munnleg próf og svo er bara Ísland góða Ísland. Aðeins 3 vikur í að við mæðgur fljúgum heim. Er farin að hlakka pínu til.
Inga Rós blómstrar með degi hverjum. Orðaforðinn hennar eykst dag frá degi og inn á milli bablar hún bara sitt eigið tungumál og við segjum bara já við því. Svo er hún farin að syngja líka. Okkur til mikillar skemmtunar.
Jæja ég vildi bara gefa ykkur update af okkur, en núna ætla ég að halda áfram próflestrinum áður en ég sæki Ingu Rós.
Þar til næst
See ya
Já sumarið er komið hérna í Danmörku. Búið að vera alveg frábært veður hérna út enda hefur hitinni ekki farið niður fyrir 20°C á daginn. Hér eru allir gluggar opnir allann sólarhringinn bara til að fá kannski smá ferskt loft inn.
Skelltum okkur á ströndina í gær. Inga Rós skemmti sér konunglega í sjónum. Buslaði, sullaði, synti og hló inn á milli. Við skötuhjúin urðum pínu crispy við þessa strandferð en það breytist vonandi bara í brúnku fljótlega.
Það er víst eitthvað að spá rigningu næstu daga sem er bara allt í lagi svona gróðursins vegna. En við bíðum og sjáum til hvernig sú veðurspá fer. Hún nefnilega breytist frekar oft.
Ég er í próflestri núna, en ég á eftir 2 munnleg próf og svo er bara Ísland góða Ísland. Aðeins 3 vikur í að við mæðgur fljúgum heim. Er farin að hlakka pínu til.
Inga Rós blómstrar með degi hverjum. Orðaforðinn hennar eykst dag frá degi og inn á milli bablar hún bara sitt eigið tungumál og við segjum bara já við því. Svo er hún farin að syngja líka. Okkur til mikillar skemmtunar.
Jæja ég vildi bara gefa ykkur update af okkur, en núna ætla ég að halda áfram próflestrinum áður en ég sæki Ingu Rós.
Þar til næst
See ya
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)