Jæja þá eru þessi blessuðu próf búin. Mér gekk ekki eins vel og ég vonaði. Ég féll í organisation svo ég þarf að taka endurtökupróf 5 ágúst. Ég skýst í smá helgarheimsókn til Finns og tek prófið, næ því og fer aftur til Íslands. En ég náði svo EDB í dag sem ég er ekkert smá ánægð með. Sérstaklega tilhugsunin um að þurfa aldrei að taka það fag aftur. Ég á svo eftir að fá einkunnina fyrir marketing verkefnið okkar og vona að það komi fínt út úr því. En það kemur í ljós.
Ég ætla fagna þessum próflökum með góðum mat og bjór. Við erum búin að bjóða nágrönnum okkar úr nr. 7 og 9 í mat og fótbolta í kvöld svo það verður bara kósý.
Annars erum við mæðgurnar bara að detta til Íslands. Við eigum skv. áætlun að fara í loftið kl. 21.30 annað kvöld en það á eftir að koma í ljós hvort að það stendur. Sérstaklega útaf verkfalli flugumferðastjóra.
Ég verð ekki í bænum um helgina því ég fer upp í Kjós á laugardaginn og svo byrjar bara harkan 6 á mánudagsmorgun (vinnan). En annars verð ég svona næstum því free as a bird. Ég verð með gamla númerið mitt ef þið viljið heilsa upp á mig. Látið mig bara vita ef ykkur vantar númerið.
Jæja ætla klára að undirbúa fyrir kvöldið. Ætlum að grilla Jensen's spare ribs naaaaaaaaammmm. Og svo kaldur Corona á kantinum.
Þar til næst
See ya
fimmtudagur, júní 26, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til hamingju með próflokin ;O)
Góða skemmtun í sumar á Klakanum og gangi þér vel í vinnunni.
Ertu að fara á gamlar slóðir, Eimskip? Ef svo er, þá bið ég ógurlega að heilsa öllum þeim sem ég þekki...hehehe...ef þú veist þá hverjir það eru!!
kv. Björg Bumba
Af hverju vissi ég ekki að þið væruð með blogg???? :O Er ég alveg útúr kú?
Skrifa ummæli