mánudagur, júní 09, 2008

Ó já sumarið er komið

Fyrirgefið mér hvað ég ef verið löt við að skrifa. Er búin að vera á fullu að klára eitt verkefni og byrja á öðru og klára það. Nóg að gera hjá mér. Tók mér reyndar frí eitt laugardagskvöld og skrapp til Odense að sjá Bryan Adams yet again og það var bara gaman. Skildi kall og barn eftir heima og skrapp með stelpunum í geggjuðu veðrið.

Já sumarið er komið hérna í Danmörku. Búið að vera alveg frábært veður hérna út enda hefur hitinni ekki farið niður fyrir 20°C á daginn. Hér eru allir gluggar opnir allann sólarhringinn bara til að fá kannski smá ferskt loft inn.
Skelltum okkur á ströndina í gær. Inga Rós skemmti sér konunglega í sjónum. Buslaði, sullaði, synti og hló inn á milli. Við skötuhjúin urðum pínu crispy við þessa strandferð en það breytist vonandi bara í brúnku fljótlega.

Það er víst eitthvað að spá rigningu næstu daga sem er bara allt í lagi svona gróðursins vegna. En við bíðum og sjáum til hvernig sú veðurspá fer. Hún nefnilega breytist frekar oft.

Ég er í próflestri núna, en ég á eftir 2 munnleg próf og svo er bara Ísland góða Ísland. Aðeins 3 vikur í að við mæðgur fljúgum heim. Er farin að hlakka pínu til.

Inga Rós blómstrar með degi hverjum. Orðaforðinn hennar eykst dag frá degi og inn á milli bablar hún bara sitt eigið tungumál og við segjum bara já við því. Svo er hún farin að syngja líka. Okkur til mikillar skemmtunar.

Jæja ég vildi bara gefa ykkur update af okkur, en núna ætla ég að halda áfram próflestrinum áður en ég sæki Ingu Rós.

Þar til næst
See ya

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel í prófunum :)
Planið með september hljómar mjög vel.. En við VERÐUM að hittast hérna heima á klakanum áður en þið farið aftur út! Það er MÖST! Við ætlum að skella okkur norður í bústað eftir verslóhelgi og vera þar í góðar tvær vikur í afslöppun og rólegheitum. Fara útá bát og VEIÐA. Verð að fara prófa þessar fínu veiðigræjur sem kallinn gaf mér í jólagjöf fyrir 3ÁRUM SÍÐAN! Jæks! hehehe... en við verðum i bandi bráðum gæs :)