mánudagur, ágúst 04, 2008

Hún á afmæli í dag.....................

Það eru 2 ár síðan þessi litla blómarós kom í heiminn. Hún lét bíða eftir sér sem ég var nú ekki par ánægð með á sínum tíma :) en hún hefur svo sannarlega glatt okkur með nærveru sinni.
Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða.
Innilega til hamingju með 2ja ára afmælið(ammli eins og hún segir)
Kv. Mamma og pabbi

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með 2 ára skvísuna í dag...
Gangi þér vel í prófinu á morgun.

Kv.Harpa Hall

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með sætupíuna ykkar elsku Finnur og Ása :) það er alveg með ólíkindum hvað þau eru fljót að stækka þessi kríli :O áður en þið vitið af verðið þið farin að undirbúa ferminguna! Púff og pass segji ég hehe :P
eigið góðan dag kæra fjölskylda og við hittumst vonandi bráðlega. Förum suður á morgun eða öllu heldur austur fyrir fjall og svo norður hinn daginn í bústaðinn.. jájá maður er bara alveg útogsuður :)
sjáumst og heyrumst :)
knús á ykkur.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með dömuna, ekkert litið sem tíminn líður.
Hvernig er það ertu ekki geim í smá kaffi? Langar svo að hitta ykkur áður en þið farið aftur út.

Kv. Sirrý

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með litla skottið :)
Mér finnst svo stutt síðan hún kom í heiminn...ótrúlegt hvað tíminn flýgur hratt!

Gangi þér vel í prófinu!!

kv. Björg í Almind