föstudagur, ágúst 29, 2008

Ísland í dag, Danmörk á morgun

Jæja þá er sumardvöl okkar senn að ljúka og við leggjum af stað til Danmerkur á morgun. Þetta er búið að vera frábært sumar (fyrir utan að kallinn var í DK mest allann tímann). En við fáum að knúsa hann annað kvöld eða núsa eins og Inga Rós segir.

Ég er náttlega búin að vera vinna alla daga og svo skráði ég mig í herþjálfun í júlí sem var geðveikt gaman. Mér tókst allvega að grenna mig aðeins svo ég er sátt. Enda ætla ég að halda áfram að æfa eftir að ég kem út því ég þarf nú að líta vel út næsta sumar ;)

Inga Rós er búin að vera hjá æðislegri "dagmömmu" sem heitir Linda og hún á strák sem heitir Bergur Páll. Hún bjargaði mér alveg í sumar ásamt elsku bestu mömmu sem sótti hana á hverjum degi. Takk Linda og mamma.

Jæja ég nenni nú eiginlega bara ekki að skrifa meira. Þið vitið að þið eruð alltaf velkomin til okkar í heimsókn ef þið viljið koma til DK í smá verslunarferð :)

Þar til næst
See ya

Engin ummæli: