fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Kolding

Jæja þá erum við komin til Kolding og flutt inn. Við áttum frábæra daga í Köben hjá Mumma. Við erum á fullu að standsetja íbúðina núna og gera hana fína. Eins og þið sjáið þá er ég komin á netið og gerðist það bara áðan sem er mjög gott á danskan mælikvarða þar sem við sóttum um það á mánudaginn. Við getum loksins farið að slaka á þar sem við erum búin að versla það helsta fyrir íbúðina og erum að leggja lokahöndina á að gera hana kósý.
Finnur fær að vita með vinnu í næstu viku svo við krossleggjum bara fingra og vonum það besta.

Ok Kolding er lítill bær en mjög fínn. Við búum á frábærum stað í bænum og er stutt í allt saman hjá okkur. Ég held barasta að okkur eigi eftir að líka vel við að búa hérna. Um helgina er svo kallað Kulturweekend hérna í Kolding og það er fullt af tónlistarmönnum sem verða hérna um helgina, þ.á.m. Olsen bræður, og svo er mikið fyllerí. En það er lagi þar sem það setur mann ekki á hausinn við að kaupa sér bjórkassa hérna. T.d. kostaði í gær kassi af Tuborg Classic með 30 flöskum í 79.95 DKR og reiknið nú.
Cheers
Ég er að spá í að fara koma mér í háttinn. Við erum búin að vera í allt kvöld að setja saman hillusamstæðu sem við vorum að kaupa og sjónvarpið er of stórt svo það passar ekki, en Finnur kallinn ætlar að reyna fixa þetta til og það eina sem honum vantar í það er handsög. Veit ekki alveg hvar hann ætlar að fá hana lánað en það kemur í ljós á morgun. Hann er búin að vera voða duglegur að setja saman hluti og bera hluti.

Jæja þar til næst
See ya





7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvernig væri nú að ætleiða fyllibyttu frá íslandi :) kann að skúra og alles

Nafnlaus sagði...

það fer eftir aldri!!!!!

Nafnlaus sagði...

Velkomin til Kolding!! :)
Sjáumst á röltinu.
kv. Björg í Søgade

Nafnlaus sagði...

besta aldri 24 en 20 í anda :)

Nafnlaus sagði...

Maður þarf að farað droppa við í heimsókn og sjá herlegheitin...

Ása Vilborg sagði...

Dabbi elskan þú ert ávallt velkominn í heimsókn til okkar. Við förum kannski þá í bíltúr til Þýskalands og kaupum fullt af bjór

Nafnlaus sagði...

Oj bjór.