Gærdagurinn byrjaði á því að heimasíminn hringdi kl. 7 um morgunin. Halló hver hringir kl. 7 á morgnanna. Ætti að vera bannað með lögum. En þetta var víst vinnumiðlun sem Finnur var búin að skrá sig á og hún var með starf handa honum í 2 daga. Þetta er vinnumiðlun sem sérhæfir sig í að útvega fólk ef fyrirtækjum vantar aukastarfsfólk í stuttann tíma. Svo Finnur fór að vinna í gær og ég hélt áfram að sofa. En ég svaf ekki lengi þar sem viðgerðarmaðurinn hringdi kl. 8:20 út af loftnetinu sem þurfti að laga og ætlaði hann að koma upp úr hádegi. Gott mál. Ég ákvað að skríða aftur upp í og kúra lengur þar sem klukkan átti ekki að hringja fyrr en 10. Kl. 10 ákvað ég að ég nennti ekki að kúra lengur og var að skríða fram úr þegar dyrabjallan hringdi. HVAÐ NÚ. Ekki var þetta viðgerðarkallinn heldur var þetta maður til að mæla notkun á heita vatninu. Þetta var greinilega morgun sem ég átti ekki að fá að sofa út.En ég var nú samt mjög dugleg í gær því ég fór og náði í skólabækurnar á pósthúsið og bar þær heim. Ekki nema 8-9 kg í 23 stiga hita. Þetta tók heldur betur á.
Finnur fór aftur að vinna í morgun. Hann þurfti að vakna kl. 5:30 eða ég þurfti að vakna kl. 5:30 til að passa að hann færi fram úr því hann þurfti að taka strætó kl. 6. Ég snéri mér nú bara á hina hliðana og hélt áfram að sofa múhahahahahah. Svo í dag hef ég ákveðið að vera löt þar sem það er 18 stiga hiti, skýjað og rigningardropar byrjaðir að falla. Jæja ég ætla að halda áfram með letikastið mitt og færa mig yfir í sófann með teppi og góða bók.
See ya
3 ummæli:
það var rétt stelpa :) láta kallinn vinna á meðan þú kúrir uppí rúmi ;)
Finnst þér ekki. Mér fannst þetta mjög sniðug hugmynd :)
harry potter er kominn :) takk elskan
Skrifa ummæli