mánudagur, september 12, 2005

Þýskalandsferð

Jæja þá er maður búin að fara í þessa frægu ferð til Þýskalands að versla áfengi. Og það var verslað. Við byrjuðum á því að ná í þennan fína og flotta bílaleigubíl sem var Peugot 407. ConvertibleEkkert smá flottur og Finnur fílaði sig í tætlur á svona flottum bíl. Við náðum svo í Ívar sem er á öðru ári í IBA og ætlaði hann að sýna okkur leiðina og hvar verslunin var en við villtumst smá en það reddaðist svo að lokum. Við versluðum fullt fyrir lítin pening. Ég held að við eigum áfengi allavega út árið, en það fer allt eftir því hversu duglegir gestirnir verða, sem eiga eftir að koma í heimsókn. By the way Kristín ég er enn að bíða.

Við keyptum 15 kassa af bjór(3 kassar kostuðu 100 dkr), 3 kassa af gosi(3 kassar kostuðu 100 dkr) og 3 kassa af píkubjór(kassinn var á 100 dkr), líter(líterflöskurnar kostuðu 90 dkr) af vodka, viský, malibu, gin, 3 rommflöskur(sem kostuðu 100 dkr allar saman), snafs sem heitir krít og bragðast eins og skólarkrítarnammið, dooley's, rauðvín, rósarvín og hvítvín.
Ef maður sækir um nógu snemma ætli maður komist þá inn á Vog þegar skólinn er búinn. Athuga málið.(myndir af Þýskalandsferðinni komnar inn)

En þetta var annars mjög gaman að prufa þetta og maður á eftir að fara aftur til Þýskalands þegar þessar birgðir klárast.

Laugardagurinn var mjög rólegur, prufaði að baka brauðbollur í ofninum sem heppnuðust svona rosavel og svo fórum við til Dodda og Írisar að spila póker sem er mjög gaman og bara vinsælt hérna í Danmörku.
Poker Finnur keypti svona tösku með 500 pókerpeningum í ásamt 2 spilastokkum og teningum í voða flottri áltösku á 200 dkr. Vorum að skoða þetta á www.gismo.is sem eru að selja þetta heima og þar kostar svona taska, eins og Finnur keypti sér, 12.990.- sem er fáranlega dýrt. Álagning dauðans.

Á sunnudeginum elduðum við okkur Ný Sjálenskt lambakjöt sem var í hvítlauksmareneringu og það var mjög gott. En mig langar samt ógeðslega mikið í íslenskt lambalæri nammi gott. Kannski mamma og pabbi komi með eitthvað gott frá Íslandi þegar þau koma í heimsókn, maður veit aldrei.

Jæja ég er að spá í að fara vinna að fyrsta verkefninu í skólanum en ég á að gera framtíðaráætlun og skrifa niður hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór hahaha ég verð aldrei stór bara eldri og vitrari. Writing

See ya

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta er allt í vinnslu elskan ;)

Laufey sagði...

Maður getur alltaf orðið stór á hinn kantinn hehehehe.....

Leiðilegt að þið komið ekki næstu helgi - var farin að hlakka til. En það bíður bara betri tíma :o)

Nafnlaus sagði...

Ég kem þegar Fimmkall er kominn í lederhosen.