Vá ég bara varð að deila þessu með ykkur. Ég veit ekki hvort þetta er með alla skóla í Danmörku en þá er greinilega miklu fjármagna eytt í skólana hérna. Skólinn minn IBA er mjög tæknivæddur og nýtískulegur. Fyrir utan allar stofur eru lítill tölvuskjár sem hægt er að sjá hvaða tími er í hverri stofu og svo eru stærri sjónvarpsskjáir utan um allan skólann og allt þetta er Bang & Olufsen. Einnig út um allan skólann eru listaverk, bæði skúlptúrar og málverk eftir þekkta höfunda þó ég man ekki nöfnin á þeim eins og er. Ég er í tíma sem heitir Art & Design og kennarinn, sem heitir Bo Beck, var að segja okkur að stólarnir sem við sitjum á í kaffiteríunni kosta 2000 dkr stykkið. dísus cræst. Í fyrirlestrarsalnum eru voða fínir stólar og lítið borð fyrir fram hvern stól sem hægt er að færa nær manni, ekki þessi frábæru hliðarborð í háskólabíó. Og svo sitjum við á skrifborðstólum ekki litlum og allt of óþægilegum stólum eins og heima.
Ég er búin að komast að því(þó maður vissi það svo sem alveg) að ríkið heima sveltir skólana, ríkið eyða bara peningunum í að hækka launin hjá þingmönnum. össsssss
Jæja alla vega þar til næst
See ya
mánudagur, september 19, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Skólakerfið er ekki það eina sem er fjársvelt. Heilbrigðiskerfið og löggæslan eru vel svelt líka. Nokkuð vel af sér vikið af einu ríkasta landi heims... miðað við höfðatölu. ;)
Skrifa ummæli