Jæja þá er það komið á hreint að ég er að fara til Englands í janúar í placement og kem ekki til baka fyrr en í endan mars. Þetta er lítill bær sem heitir Wyre Borough og er í Lancashire sem er ekki langt frá Blackpool. Ég verð að vinna á ferðamannaskrifstofu ásamt tveimur öðrum úr bekknum mínum, Snorra og Ole. Við munum öll búa saman og fáum kannski bíl til umráða til að keyra til og frá vinnu og einnig til að fara í verkefni út í bæ. Bara geggjað, veit samt ekki hvernig það verður að keyra vinstra megin hehehehe en það kemur í ljós.Og ef þið viljið vita hvað ég ætla gera við Finn, þá ætla ég að skilja hann eftir hérna í Danmörku. Það þarf einhver að vinna fyrir mér hehehehe
En ég fæ að vita meira seinna í vikunni þar sem nýji yfirmaður minn ætlar að tala betur við okkur þá.Annars er ég núna grasekkja þar sem Finnur er að vinna á Sjálandi og verður að vinna frá mánudegi til fimmtudags. Þetta verður fínn aukapeningur sem hann fær fyrir þetta.Þetta var nú bara það eina sem ég vildi segja
Þar til næst
See ya
5 ummæli:
úúú þetta er spennandi
Finnst þér ekki. Hlakka ekkert smá til :o)
Neyðist maður þá ekki til að reyna að heimsækja kaddlinn... þ.e. ef maður fær eikkva frí í nýja djobbinu.
Jú Dabbi þú verður að gera það svo hann verði ekki einmanna :o)
Skrifa ummæli