mánudagur, mars 20, 2006
Það var það já..........
Þá hefur síðasta helgin í Englandi runnið sitt skeið. Og það má segja að hún hafi bara verið nokkuð góð. Nóg að gera enda er maður pínu þreyttur svona á mánudegi.
Laugardagurinn fór ég ásamt Ole til Preston í final shopping leiðangur. Ég fann ekkert handa sjálfri mér en Ole tókst að versla þó nokkuð á sig. Veðrið var geggjað og löbbuðum við upp og niður verslunargötuna nokkrum sinnum áður en við enduðum inn á Starbuck þar sem ég trítaði sjálf mig af strawberry frappochino með þeyttum rjóma og stórri sneið af súkkulaðitertu nammi.
Sunnudagurinn átti að fara í að sofa út og taka til. Well ég tók til en ég vaknaði kl 8 og gafst upp á að reyna sofna aftur kl 9 þannig að ég endaði bara á því að byrja daginn snemma. Byrjaði á undan strákunum að taka til en skildi nógu mikið eftir handa þeim þar til þeir vöknuðu sem var í lagi. Ég bakaði svo nokkrar pönnsur fyrir okkur svona af því við vorum búin að vera ógó dugleg og þær runnu hratt niður. Um kvöldið fórum við út að borða með Tom yfirmanni okkar, Sandra sem vinnur á skrifstofunni, Angela úr PR sem er svona nokkurs konar yfirmaður Ole og svo Ian charles frá skólanum. Við fórum á stað sem heitur Guys Court og er æðislegur staður. Kósý og geggjaður matur. Enda tók ég 3 rétta máltíð sem var bara gott. Reyndar komst ég ekki langt með eftirréttinn, sem var himneskur, því ég var allt of södd.
Ég var frekar þreytt í morgun enda þegar við komum heim þá var komið langt yfir háttatímann minn hehehe.
Nú eru bara 2 dagar eftir af vinnunni sem er ljúft og svo rýkur maður bara heim til DK á fimmtudaginn JIBBÍ. Við förum út að borða með samstarfsfólki okkar í hádeginu á morgun svona til að gera eitthvað áður en við förum og verður það ábyggilega voða huggó. En ég veit ekki alveg hvað ég geri af mér svona síðasta vinnudaginn. Veit að strákarnir ætla slá þessu upp í kæruleysi og mæta ekki fyrr en á hádegi enda eru þeir að fara á pöbbarölt með IT deildinni annað kvöld. En það kemur bara í ljós. Hlýt að finna eitthvað að gera.
Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra (henti inn nokkrum myndum)
Þar til næst
See ya
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Vá hvað þetta hefur liðið rosalega hratt... þú kemur heim kasólétt !!! Hlakka til að sjá þig. En ég fer til Islands þegar þú kemur hehe við sjáumst þá eftir páska í skólanum..
Góða ferð "heim"
Góða ferð "heim"... ég er nú á leiðinni á klakann en hlakka til að hitta þig og Finn þann 13.apríl.... nú má ekkert svíkja mig - er farin að hlakka svo til :o)
Thad stinga mig bara allir af til Islands loksins thegar eg kem til baka. Vona ad thetta se ekkert personulegt hehehe :)
Góða ferð til heim til Finnalings...Þetta er alveg að koma og svei mér þá búið að líða hratt..Hlakka til að sjá þig þegar ég kem tilbaka frá Íslandinu góða :) og jih verður brjálæðislega skrítið að sjá þig með bumbu...Hafðu það ossa gott..Knússs Heiðan
Skrifa ummæli