sunnudagur, maí 14, 2006
Mæðradagurinn
Í dag 14 maí er mæðradagurinn svo í tilefni þess viljum við óska mæðrum okkar innilega til hamingju með daginn.
Við skelltum okkur í heimsókn til Hjördísar og Mikkels í Árósum og var Hjördís búin að vippa upp þessum dýrindis hádegismat og var vel borðað af honum. Þau fóru svo með okkur í göngutúr um downtown Árósa og var margt um manninn þar enda þvílík blíða í gær. Við enduðum svo daginn á að fara í IKEA og versla pínu sem var bara gaman.
Í gær sigruðu Liverpool West Ham United í mögnuðum úrslitaleik í FA CUP og endaði hann í vítaspyrnukeppni. Ég var alveg pottþétt á að hann yrði of spennandi fyrir minn smekk og ákvað ég því ekki að horfa á hann. Miðað við fyrri reynslu af úrslitaleik eins og AC Milan vs Liverpool í fyrra. Þar sem það yrði örugglega ekki gott fyrir taugarnar og blóðþrýstinginn minn hehehe.
Svo ég óska öllum Liverpool mönnum til hamingju með sigurinn í gær.
Well þar til næst
See ya
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ditto!
Takk takk, til tilvonandi móður, fyrir mæðrakveðju Knús og kram
af hverju verður manni alltaf svona roooosalega flökurt þegar liverpoop aðdáendur finna hjá sér þörfina til að tjá sig um bikarana sína, sérstaklega þá sem þeir unnu í bingói.. nei ég meina vítaspyrnukeppni... ;)
Great site loved it alot, will come back and visit again.
»
Skrifa ummæli