miðvikudagur, maí 10, 2006

Sól, sól og aftur sól


Mostly Sunny
Sólarblíðan heldur áfram þessa dagana og virðist ekki ætla láta sig hverfa fyrr enn í næstu viku. Ég væri þó alveg sátt við að hafa hana ekki hérna hjá okkur þessa dagana þar sem ég er á fullu að undirbúa mig fyrir æfingarprófið sem er á morgun og það er mjög freistandi bara að skella sér út í veðurblíðuna.

Maður nær nú ekki að slaka mikið á þessa dagana þar sem í næstu viku er 4 verkefni sem þarf að skila + lesa heima og undirbúa sig fyrir stóra 6 tíma prófið 8 júní. Úff maður verður bara þreyttur við tilhugsunina.

Annars er ósköp lítið að frétta af okkur skötuhjúunum. Finnur er að vinna á fullu og nýta þeir tækifærið meðan veðrið er svona gott og vinna lengur á daginn og svo er ég bara að læra og reyna að láta karate kid ekki trufla mig of mikið með öllum sínum spörkum.

Í dag á þessi unga dama afmæli. Hún Evíta María litla systir hans Finns er 7 ára í dag. Vá hvað tíminn flýgur hratt. En annars er hún að koma í heimsókn til okkar í júní ásamt mömmu sinni og pabba. Og okkur hlakkar ekkert smá til að sjá hana aftur, enda eru liðnir 5 mánuðir síðan síðast.

Elsku Evíta María innilega til hamingju með 7 ára afmælið. Vonum að dagurinn verði frábær.
Birthday Song
Jæja ætla segja þetta gott í dag og halda áfram að læra.


Þar til næst
See ya

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HÆ sæta mín,
ég var í heimsókn hjá þér, ætlaði að næla mér í smá sól í gegnum síðuna hjá þér.... það er bara 4°hiti hérna núna... brrrrrrrrrrr og samt kom alveg hnulla hunangsfluga inn til mín áðan....sennilega var hún að hlýja sér...
knús í bili
Halla bjalla