Í dag 4 desember þá á ein lítil blómarós afmæli. Hún er orðin 4ja mánaða gömul. Ég segi bara váááá hvað tíminn flýgur. Áður en maður veit af þá verða þau komin í skóla, fermd og flutt að heiman. En þangað til ætlum við að njóta þess að hún er svona lítil ennþá.
Og í tilefni þess að Inga Rós er orðin 4ja mánaða gömul þá ákvað mamma hennar að fagna því með að taka munnlegt próf sem hún stóðst með prýði. Fékk eina 8 fyrir það og er bara nokkuð stolt af því. Þá er bara að bíða eftir einkunninni úr skriflega prófinu en hún kemur rétt fyrir jólin.
Jæja ætla að hætta þessu bulli og fara slappa af í dag svona áður en ég byrja á næsta verkefni.
Þar til næst
See ya
mánudagur, desember 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til lukku með litluna og TIL HAMINGJU MEÐ árangurinn í skólanum Ása ;) bið að heilsa í kotið
Knússss Heiða
ég skrifaði comment um daginn en það hefur greinilega ekki ratað alla leið!! En allavega til hamingju með snúlluna og með skólann:) Gangi þér vel í því sem eftir er.. já og ég verða að minnast á það hvað hún Inga Rós er mikil krúttla á myndinni:)
kveðja
Árný Lára
Skrifa ummæli