fimmtudagur, desember 14, 2006

Ísland here we come...........

Jæja þá er komin 14 desember og næsta stopp Ísland á morgun. Ótrúlegt að það er liðið ár síðan við vorum þar síðast. Tíminn líður hratt í Gleðibankanum, allavega var það sungið hér árum áður.

Já eins og ég sagði erum við að koma heim á morgun. Við ætlum að reyna vera ekki á eins miklu flakki og síðast þar sem við erum með Ingu Rós núna og við ætlum að reyna rugla ekki svefnrútínunni hennar og ég veit ekki hvernig bílamálin verða hjá okkur. Svo gott fólk ef þið viljið hitta okkur þá eru þið velkomin í heimsókn. Við munum búa upp í Mosó hjá mömmu og pabba og við verðum með gömlu símanúmerin okkar. Ása 895-0912 og Finnur 898-0768.


Ég veit ekki hversu mikið verður bloggað um jólin svo við viljum því bara segja:

Megið þið eiga Gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár.

Þar til næst
See ya

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól Ása og Finnur... vona að þið eigið góðan tíma hérna á klakanum..

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól litla fjölskylda. Hafið það sem allra best yfir jól og áramót og svo sjáumst við bara í Danmörkinni!!
Kveðja
Árný Lára