Jæja ákvað að henda inn nokkrum línum bara svona aðallega til að láta vita að við erum á lífi.
Já eins og þið hafið séð í fréttum þá hafa verið óeirðir í Köben síðan á fimmtudaginn. Fólk hefur verið að kasta múrsteinum og mólotov kokteilum í lögguna, kveikt í ruslagámum og bílum. Alls hafa 600 manns verið handteknir og þó nokkrir útlendingar (engir Íslendingar svo vitað sé um). Við sáum í féttunum í gær af einum mjög óheppnum manni sem lenti í því að kveikt var í eins árs gömlum bílnum hans og það sem eftir var af honum var lyklakippann. Hann ákvað að færa bílinn frá Hans torv þar sem mótmælendur voru föstudagskvöldið til þess að sleppa við að skemmdir á bílnum en svo fór sem fór.
En það eru ekki bara leiðindafréttir héðan úr DK. Nú hún Alexandra "ekki prinsessa lengur" giftist í gær sínum almenna borgara Martin. En þar sem hún missti prinsessu titilinn þá fékk hún í staðinn greifynju titil og verður því greifynjan af Fredriksborg. Kátt á þeim bæ vonandi.
En við megum ekki gleyma einu, en það er að litla blómarósin okkar er orðin 7 mánaða.
Það er alveg ótrúlegt hvað hún breytist á hverjum degi. Hún situr nánast alveg óstudd, er farin að toga sig upp með því að grípa í hluti og reynir að gera tilraun til að skríða en hún lítur alltaf út eins og fiskur á þurru landi og baðar út öllum öngum. Svo það er alltaf gaman af henni og hún kemur öllum alltaf til að brosa.
Svo eru aðeins 14 dagar þar til mamma og pabbi koma í heimsókn og það styttist í 50 ára afmælið hans pabba. Hlakka bara til.
Jæja ætla láta þetta duga í bili
Þar til næst
See ya
sunnudagur, mars 04, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ég verð að KNNNNNNÚSA
Kveðjur út til ykkar....var að skoða myndir af skvísunni ;O) Hún er orðin svooooooooooo stór ;O)
Skrifa ummæli