fimmtudagur, mars 22, 2007

Iceland here we come

Jú jú ég er á leiðinni á klakann. Við komum nú ekki öll 3 í þetta skiptið heldur verður það bara ég og Inga Rós. Finnur verður grasekkill á meðan.
Ástæðan fyrir ferð okkar er að pabbi gamli varð fimmtugur um daginn og verður haldin veisla í tilefni þess á laugardaginn. Mamma og pabbi eru búin að vera hérna hjá okkur síðan á sunnudaginn og verðum við samferða þeim heim. Pabbi fékk ekkert að vita fyrr en í gær að við við færum heim með þeim en þá fattaði hann loksins að eitthvað var í gangi. Þetta fylgir víst aldrinu hehe.

Ég verð með gamla númerið mitt á meðan ég verð á klakanum en ekki búast við að ég verði á rúntinu með Ingu Rós. Við förum aftur heim 28 mars svo þetta er ekki langur tími. Við munum gista hjá mömmu og pabba upp í Mosó svo ef þið viljið hitta okkur endilega sláið á þráðinn og ég býð ykkur í kaffi.

Jæja ætla láta þetta gott heita og halda áfram að pakka

Þar til næst
See ya

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bara kvitta fyrir komuna á síðuna ykkar. :) bestu kveðjur :)