sunnudagur, apríl 01, 2007

Komin til baka og geggjað veður í DK

Þá er maður komin til baka frá klakanum. Ferðin til Íslands var mjög skemmtileg þó stutt hafi verið. Ingu Rós fannst voða gaman að fara til Íslands enda fékk hún alla þá athygli sem hún vildi og gott betur. Hún fór í sína fyrstu næturpössun til ömmu Gróu og Stínu langömmu og gekk það bara mjög vel. Á meðan skemmti ég mér konunglega í afmælinu hans pabba og síðustu gestirnir fóru ekki fyrr en undir morgun.

Áður en ég fór heim aftur þá átti ég góðan fund með contact aðilanum mínum hjá Icepharma og ræddum aðeins verkefnið mitt og var hann ánægður það sem komið er.
Ég og Inga Rós lögðum svo í 12 tíma ferðalag síðast liðinn fimmtudag og tók það aðeins á þar sem ég var með þunga tösku og lenti í smá rifrildi við leiðinglega kellu upp á velli. Hún sagði að ég mætti ekki vera með tösku þyngri en 23 kg en mín var 33 kg, (þar sem ég var með mitt dót og Ingu Rósar ásamt smá mat). Henni fannst bara eðlilegt að Inga Rós væri með sér tösku og ég ætti bara að bera þær báðar ásamt því að vera með kerru og Ingu Rós. Ég er viss um að þessi kella hafi aldrei ferðast ein með barn. Aaaarrrrgggghhhhhh
En við komumst loksins á leiðarenda þar sem Finnur tók á móti okkur á Kastrup með bros á vör.

En vá veðrið sem tók á móti okkur var bara geggjað og er búið að vera geggjað síðan við komum til baka. Í góða veðrinu í dag fórum við í göngutúr með Helle og keyptum okkur ís og sátum svo í sólinni og borðuðum hann með bestu lyst.
Í kvöld var svo grillað á nýja gasgrillinu okkar og við notuðum einnig tækifærið í dag og keyptum okkur garðhúsgögn. Maður þarf nú að eiga góða stóla og borð til að hafa úti þegar maður vill setjast út í góða veðrið ;)

Já meðan ég man. Inga Rós er komin með tönn nr. 3 og fann Halli afi hana og beit Inga Rós hann að launum. En hún lætur ekki þar við sitja. Heima á Íslandi byrjaði hún að bakka út um allt á maganum og svo í gær byrjaði hún á fullu að fara áfram á maganum. Þannig að nú verður ekki langt í að maður verður hlaupandi á eftir henni út um allt. Ekkert smá dugleg stelpa. Hún er samt búin að vera eitthvað lítil í sér. Búin að vera með einvherja magakveisu og svo í dag var hún komin með smá hita. Við vonum bara að hún nái sér sem fyrst.

Nú eru bara páskarnir framundann og Mummi og Árný ætla að heiðra okkur með nærveru sinni hérna í nokkra daga. Það verður mikið gaman og mikið fjör. Trúi ekki öðru.

Jæja ætla að fara hætta þessu bulli og koma mér í bólið
Þar til næst
See ya

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl þið :) til hamingju með nýju tönnina Inga Rós :) okkur langaði bara að segja við ykkur gleðilega páska og við sjáumst vonandi bráðlega..hopefully í DK :D

Ása Vilborg sagði...

Björg við tókum hádegisvélina frá Íslandi. Þið örugglega löngu komin til DK þegar ég lenti :)