laugardagur, júní 30, 2007

Útskrifuð

Yes þá er ég loksins útskrifuð úr IBA og komin með þennan fína titil Market Economist. Athöfnin fór fram í riddarasalnum upp í Kolding húsið og var þetta voða formlegt og fínt. Svo eftir athöfnina þá var skálað með samnemendum og fjölskyldum þeirra. Mér leið ekkert smá vel að fá skírteinið í hendurnar vitandi að þessum áfanga er lokið. Það var svo haldin hérna smá veisla enda kom hele famelíann alla leið frá Íslandi. Ekki nóg með að mamma, pabbi, Danni og Tinna kærasta hans komu heldur mætti Konni kallinn á svæðið líka. Það var tekið því aðeins á því hérna fimmtudagskvöldið enda þurftum við að sýna Danna og Tinnu næturlífið hérna. Þau héldu svo heim á leið í gær og mamma og pabbi fóru svo til Köben í dag og ætla þau að vera þar eina nótt.

Famelían fékk nú ekki það besta veður á meðan þau voru hérna. Það er búið að rigna alla daga hérna nema á útskriftardaginn þá hélst hann þurr en hann blés nú aðeins svo það var aðeins of kalt til að sitja úti og borða. Veðrið má nú alveg fara að lagast. Maður er nú komin með nettann leiða á þessari rigningu. Ég vil fara fá svona 1 til 2 þurra daga og það skemmir nú ekki ef gula kvikindið láti sjá sig líka Svo maður geti nú farið að fara í Legoland án þess að drukkna.

Annars er nú helst í fréttum að Inga Rós er búin að taka fyrstu skrefin og fleiri til. Hún tók fyrstu 2 skrefin föstudaginn fyrir viku síðan og svo á fimmtudaginn tók hún 16 skref. Ekkert smá gaman hjá henni.

Ég er að vinna í því að henda inn nýjustu myndunum inn á síðuna hennar Ingu Rósar og þið getið séð myndir frá útskriftinni og partýinu hérna.

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.
Þar til næst
See ya

sunnudagur, júní 17, 2007

Gleðilegan 17 júní

Jæja nú er júní hálfnaður og gestir nr 3 farnir heim til Íslands. Ásta, Óskar og Ágúst Páll komu hingað s.l. þriðjudag og fóru heim í eldsnemma í gær. Það var ekkert smá gaman að fá þau hingað í heimsókn og Ingu Rós og Ágúst Pál kom mjög vel saman. Það var nú ekki stíft prógram á meðan dvöl þeirra stóð en við fórum upp í moll og ég sýndi þeim miðbæinn og svo var bara afslöppun inn á milli. Hefði nú viljað að veðrið hefði verið betra en maður fær nú ekki allt saman. Hjördís og Mikkel komu svo á föstudeginum og þá var borðaður mjög góður matur og spjallað fram eftir kvöldi því það er nú ekki oft sem við vinkonurnar hittumst allar saman. Svo fóru allir til síns heima á laugardeginum. En ég segi bara takk æðislega fyrir frábæra daga.

Nú er gestapása í rétt rúma viku en þá kemur fjölskyldan mín því maður er nú að fara útskrifast sem market economist svo það verður eitthvað húllum hæ. Hlakka bara til.

Þar sem það er nú 17 júní og við ekki stödd á klakanum þá varð maður að fagna honum einhvern veginn. Við skelltum okkur í Legoland. Við vissum að þeir voru búnir að spá einhverri rigningu og samkvæmt veðurspám þá átti að rigna c.a. 4 mm en ég held að það hafi ringt miklu meira því að við lentum í því að það rigndi stanlaust í 3 tíma og ég er að tala um úrhelli. Evíta lét það ekki stoppa sig í að draga okkur í tækin en það var voða notalegt að koma heim í heita sturtu og þurr föt. Evíta skemmti sér konunglega sem er gott.

Jæja ég er að spá í að segja þetta gott í dag og fara koma mér bara í bólið eftir langan og blautann dag.

Þar til næst
See ya

mánudagur, júní 11, 2007

Evíta og ströndin

Maður er nú voðalega latur eitthvað við að skrifa hérna inn. Enda er það ósköp skiljanlegt þar sem það er alltof gott veður hérna í baunalandinu. Jú jú hitinn er búin að vera yfir 25°C og í gær fór hann upp í 33°C þar sem við vorum á ströndinni.

Jæja heimilisfólið á þessum bæ er búið að vera frekar busy síðustu daga. Óli afi og Evíta María komu síðasta miðvikudag og hafði Unnur amma sent ýmislegt góðgæti með að ósk heimilisfólksins og þökkum við henni fyrir það. Tíminn var nýttur vel hérna á meðan Óli afi var hérna eins og kíkja í búðir, rölta um bæinn og borða góðan mat. Takk fyrir heimsóknina. Evíta María varð svo eftir þar sem hún ætlar að eyða sumrinu sínu hérna hjá okkur. Við byrjuðum á að fara til Rømø með hana sem er eyja við vesturströnd Danmerkur og getur maður keyrt þangað og svo parkerar maður bílnum bara á ströndinni eins nálægt sjónum og maður vill. Við skemmtum okkur öll mjög vel þarna en ég og Finnur lentum í því að brenna aðeins, Finnur þó meira en ég, greyið hann. Þetta var bara fyrsti dagurinn af vonandi fleirum sem notaðir verða til að fara á ströndina.

Á morgun koma Ásta, Óskar og Ágúst Páll í heimsókn en þau munu koma með ferjunni frá Osló og keyra þau frá höfninn fyrir norðan og hingað til okkar. Þau ætla að stoppa fram á laugardag og munu Hjördís og Mikel einnig kíkja við þannig að við verðum loksins 3 vinkonurnar saman, en það gerðist síðast held ég 2005 þegar Hjördís og Mikel komu til Íslands. En það verður vonandi bara gaman.
Og svo á sunnudaginn þá verður stefnan tekin á Legoland með Evítu og ég efast ekki að hún eigi eftir að skemmta sér þá.

Jæja ætla fara hætta þessu rauli því litla dýrið er farið að lykta illa.
Þar til næst
See ya