Jæja nú er júní hálfnaður og gestir nr 3 farnir heim til Íslands. Ásta, Óskar og Ágúst Páll komu hingað s.l. þriðjudag og fóru heim í eldsnemma í gær. Það var ekkert smá gaman að fá þau hingað í heimsókn og Ingu Rós og Ágúst Pál kom mjög vel saman. Það var nú ekki stíft prógram á meðan dvöl þeirra stóð en við fórum upp í moll og ég sýndi þeim miðbæinn og svo var bara afslöppun inn á milli. Hefði nú viljað að veðrið hefði verið betra en maður fær nú ekki allt saman. Hjördís og Mikkel komu svo á föstudeginum og þá var borðaður mjög góður matur og spjallað fram eftir kvöldi því það er nú ekki oft sem við vinkonurnar hittumst allar saman. Svo fóru allir til síns heima á laugardeginum. En ég segi bara takk æðislega fyrir frábæra daga.
Nú er gestapása í rétt rúma viku en þá kemur fjölskyldan mín því maður er nú að fara útskrifast sem market economist svo það verður eitthvað húllum hæ. Hlakka bara til.
Þar sem það er nú 17 júní og við ekki stödd á klakanum þá varð maður að fagna honum einhvern veginn. Við skelltum okkur í Legoland. Við vissum að þeir voru búnir að spá einhverri rigningu og samkvæmt veðurspám þá átti að rigna c.a. 4 mm en ég held að það hafi ringt miklu meira því að við lentum í því að það rigndi stanlaust í 3 tíma og ég er að tala um úrhelli. Evíta lét það ekki stoppa sig í að draga okkur í tækin en það var voða notalegt að koma heim í heita sturtu og þurr föt. Evíta skemmti sér konunglega sem er gott.
Jæja ég er að spá í að segja þetta gott í dag og fara koma mér bara í bólið eftir langan og blautann dag.
Þar til næst
See ya
sunnudagur, júní 17, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli