Jæja vildi bara láta vita að ég er búin í prófinu sem ég þurfti að skreppa og taka. Þetta gekk allt mjög vel og endaði með að labba út með eitt stykki 7 úr prófinu. Geggjað.
Nú ég og Finnur erum komin til Íslands og Ingu Rós fannst voða gaman að fá pabba sinn heim. Knúsaði hann vel og lengi. En hún fær að hafa hann hjá sér til 15 ágúst en þá fer hann tilbaka.
Það er nóg að gera um helgina hjá okkur en í dag erum við að fara í brúðkaup til Finns Yngva og Siggu, og svo verður bakað og tekið til á morgun og barnaafmæli á sunnudaginn. Busy busy busy.
En Finnur verður með gamla númerið sitt ef þið viljið heyra í honum.
Þar til næst
See ya
föstudagur, ágúst 08, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sá aðeins í ykkur var að bruna í gegnum Mosó á leiðinni vestur þegar ég mætti ykkur á leið upp að kirkjunni..hehe skondið.
Kv.Harpa
Skrifa ummæli