Loksins loksins komin með fataskáp. Við fórum á mánudaginn í IKEA í Århus og versluðum fullt af dóti eins og fataskáp, kommóðu, dvd hillu, húsbóndastól og vínrekka(ekki veitir af þar sem það eru alltaf tilboð á rauðu og hvítu og alltaf 6 saman í tilboðinu). Og þar sem Finnur er að vinna allann daginn þá ákvað ég nú að byrja bara á að setja nokkra einfalda hluti saman, eins og vínrekkann, stólinn og dvd hilluna. Og eins og er alltaf með svona hillur þá þarf að negla bakhlið á hillurnar og mín ofsa dugleg byrjaði. Ég lamdi ekki nema 5 sinnum á þumaputtann minn og ég var bara orðin pirruð á þessum klaufaskap í mér að ég ætlaði ekki að láta eitthvað svona stoppa mig í að setja helv....... hilluna saman.En allt er gott sem endar vel. Hillan fór upp og fötin inn í fataskáp. Jibbí ég bý ekki í ferðatöskum lengur og ég get fundið fötin mín núna. Tími til komin þar sem skólinn byrjar á morgun svo ég ætti að hafa einhver föt til í að vera í. Og Kristín ég fæ vonandi að vita á morgun hvenær vetrarfríið verður, læt þig vita.Jæja ég ætla að halda áfram að taka til hérna áður en Finnur kemur heim úr vinnunni.
See ya
3 ummæli:
magnað! verð nú að koma og hjálpa ykkur með allt þetta áfengi ;)
Jæja ég er komin til baka til Danmerkur. Við þurfum að planleggja hitting.
kv. Laufey og Anna Valdís súperdúlla
HÆ hæ sæta,
komin með nýja síðu, ég skemmdi óvart hina síðuna
Skrifa ummæli