mánudagur, september 26, 2005

Strandblak

Haldið þið ekki að mín hafi ekki bara skellt sér í strandblak í gær. Geðveikt dugleg. Þetta byrjaði á því að Íris hringdi í okkur og spurði hvort við værum game í smá strandblak og við játtum því og skelltum okkur bæði tvö. Fyrst þurftum við reyndar að labba dágóðan spöl að vellinum og inn í þessum dágóða spöl var brekka dauðans, þannig að þegar við loksins komum að vellinum þá var maður búin eftir allt þetta labb. En eftir 5 mín. pásu þá byrjuðum við að spila og vá hvað þetta tók á. Ég hef ekki spilað blak síðan í MS og það eru 7-8 ár síðan og Finnur hefur aldrei spilað blak en við stóðum okkur þokkalega. Svo var líka geggjað gott veður, fengum sól c.a. 17 stiga hiti. Við spiluðum blak í svona 2 1/2 tíma og enduðum svo í gamla góða skotboltanum. Mér leið eins og væri komin aftur í tímann og væri að spila skotbolta í fríminútunum í barnaskóla. Gömlu góðu dagarnir.
Volleyball
Eftir blakið var haldið heim á leið sem var mun auðveldara þar sem við þurftum ekki að labba upp neina brekku. Elduðum við svo þessa fínu lambasteik með smjörsteiktum sveppum nammi.
Við vorum reyndar svo búin eftir strandblakið að við lágum eins og skötur í sófanum og mér leið eins og níræðri kellingu öll lurkum lamin.
Tired
Ég er reyndar ekki frá því að vera með pínu harðsperrur eftir strandblakið og litla fjólublá bletti á framhandleggnum. Já já ég veit að íþróttir eru hættulegar en þetta var svo gaman að ég segi örugglega já aftur ef það verður farið aftur í strandblak.

Jæja er farin að læra.
See ya

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Brekkur í Danmörku Hvar????????????????????????????

Ása Vilborg sagði...

Kolding maður!!!!!!!! Þar eru brekkur. Sá sem sagði að Danmörk væri flatt og engar brekkur laug big time. Danmörk er flatt á þeim mælikvarða að það eru engin fjöll en það eru brekkur í bæjum á Jótlandi og ég er ekki að ljúga.

Nafnlaus sagði...

bara að búa á kaupmannahafnar svæðinu... þar er búið að útrýma öllum brekkum....