föstudagur, janúar 27, 2006

Update............

Denmark England
Jæja lífið gengur sinn vana gang hjá okkur skötuhjúunum. Við erum enn í sömu heimsálfunni enn bara sitthvoru landinu. Finnur er að vinna á fullu í DK og ég í UK. Er ekki máltæki sem segir fjarlægðin gerir fjöllin blá eða eitthvað svoleiðis hehehe.

Annars það helsta sem er að frétta af okkur að okkur var farið að leiðast svo tvö ein saman í Dk að við ákváðum að fjölga okkur. Þannig að í sumar bætist við lítill Finnur eða lítil Ása. Það verða settar inn bumbumyndir hérna til hliðar svo þið getið fylgst með.
Baby

Jæja ætla ekki að hafa þetta mikið lengra. Ég á von á tveimur skólabræðrum seinna í kvöld sem koma frá DK til að heimsækja okkur. Jeppe og Amer ákváðu að skella sér til UK og ætla að keyra frá London til okkar, sem verður skrautlegt en ég vona að þeir komist heilu höldnu hingað Norður.

Þar til næst
See ya

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vú hú...innilega til hamingju með krílið...var búin að heyra þetta einhver staðar..you now lítill fugl í okkar skóla he he ;)
Hlakka til að sjá bumbumyndirnar og svo þegar þú kemur "heim" vá..þá sér maður bara Ásu bumbu he he en þið hafið hitt á rétta tímann, þú nærð alveg að klára prófin er það ekki ?
Það eru bara allir að gifta sig eða fjölga sér þessa daganna ...gaman að þessu.
Jæja leikurinn að byrja...verð að sjá strákanna spila undir stjórn Viggós ;O) hef ekki gert það áður...hlakka til ..
Hafðu það rosalega gott þarna úti...

Ása Vilborg sagði...

Takk fyrir. Jú jú ég næ að klára prófin þar sem ég er sett í júlí svo ég fæ gott sumarfrí frá því skólinn endar.

Nafnlaus sagði...

Til lukku elsku dúllurnar... mússímúss og allt það!

Bæ ðe vei, alltaf fundist Davíð fallegt nafn og hæfandi fyrir öll börn fallegs fólks...

Nafnlaus sagði...

til lukku með lukku tröllið....

Árný Lára sagði...

Til hamingju bæði tvö:) Það verður gaman að fylgjast með bumbumyndunum.. verður að vera dugleg að setja inn myndir:)

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU MEÐ LITLA BUMBULÍUSINN YKKAR ! Þetta er bara gaman. Rosalega gaman að sjá mynd af svona lítilli bumbu, annað en fjallið sem ég er með framan á mér hehehe

Laufey sagði...

Æ hvað bumban er sæt. Verður gaman að fylgjast með bumbumyndunum.

kveðja frá Álaborg